Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Vestmannaeyja - 3209

Haldinn í Ráðhúsinu,
31.01.2024 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu: Jóna Sigríður Guðmundsdóttir varaformaður,
Eyþór Harðarson aðalmaður,
Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri,
Helga Jóhanna Harðardóttir varamaður,
Fundargerð ritaði: Drífa Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Njáll Ragnarsson, formaður boðaði forföll og mætti Helga Jóhanna Harðardóttir í hans stað. Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, varaformaður stýrði fundi.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 201212068 - Umræða um samgöngumál
Samgöngur til Eyja hafa verið mikið í umræðunni í vetur vegna erfiðleika. Í gær stóð til að haldinn yrði íbúafundur þar sem íbúar hefðu tækifæri til að spyrja innviðaráðherra og vegamálastjóra um aðgerðir til að bæta stöðuna og um framtíðarsýn á samgöngur fyrir Vestmannaeyjar. Ekki varð af fundinum þar sem innviðaráðherra komst ekki til Eyja.

Bæjarstjórn átti fund með vegamálastjóra og forstöðumanni hafnarsviðs Vegagerðarinnar um stöðu Landeyjahafnar.

Bæjarráð ræddi einnig svör Vegagerðarinnar við fyrirspurn frá síðasta fundi um það hvernig Björgun hefur staðist skilyrði útboðs um dýpkun Landeyjahafnar.


Niðurstaða
Bæjarráð harmar það að íbúafundurinn hafi ekki farið fram í gær og leggur þunga áherslu á að hann verði haldinn sem fyrst.

Fram kemur í niðurlagi í svari Vegagerðarinnar við fyrirspurn að verktakinn ræður ekki við að dýpka við þær aðstæður líkt og eru núna þar sem dýpið í hafnarmynninu er ekki nema 3 metrar. Við þessu þarf Vegagerðin að bregðast eins fljótt og hægt er.
23012024_Landeyjahöfn dýpkun_svar til bæjarráðs Vestmannaeyja.pdf
2. 202311142 - Tjón á neysluvatnslögn
Í gærkvöldi barst bréf frá forstjóra HS Veitna þar sem fram kemur að HS Veitur óska eftir því að segja sig frá eignarhaldi og rekstri vatnsveitunnar í Eyjum.

Bæjarráð ræddi bréfið og svaraði.


Niðurstaða
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda forstjóra HS Veitna svar við umræddu bréfi. Bæjarráð lýsir áhyggjum af þeirri vegferð sem forsvarsmenn HS Veitna eru á gagnvart íbúum í Vestmannaeyjum.
Bréf til Vestmannaeyjabæjar vegna stöðu vatsnsveitumála 30 01 2024.pdf
Svarbréf til HS Veitna.pdf
3. 201810114 - Umræða um heilbrigðismál
Bæjarstjórn fundaði með heilbrigðisráðherra síðsumars vegna stöðunnar á HSU. Þar komu fram leiðir sem HSU og ráðherra vildu reyna til að mæta áhyggjum bæjarfulltrúa af stöðunni. Einhver reynsla ætti að vera komin á þær breytingar en mikilvægt er að taka stöðuna.

Niðurstaða
Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir fundi forstjóra HSU með bæjarráði.
4. 201909059 - HS - veitur, hækkanir á gjaldskrá
Orkustofnun hefur upplýst bæjarstjóra um að orkumálaráðherra hafi lagt til auknar niðurgreiðslur til íbúa í Vestmannaeyjum vegna þeirra hækkana sem orðið hafa á orkuverði til húshitunar 1. september og 1. janúar. Niðurgreiðslan var 147,80 kr/ m³ en átti að hækka í 158,74 kr/ m³ þann 1. september og aftur í 201,06 kr./m³ frá 1. janúar 2024. Niðurgreiðslan frá 1. september skilaði sér einhverra hluta ekki til notanda en hún hefði átt að koma fram á reikningum frá HS Veitum. Leiðrétt uppgjör ætti að koma í næsta reikningi frá HS Veitum og til viðbótar aukin niðurgreiðsla frá 1. janúar.

Niðurstaða
Bæjarráð lýsir yfir ánægju með að niðurgreiðslur hafa hækkað til að mæta þessum miklu gjaldskrárhækkunum frá HS Veitum. Bæjarráð hvetur bæjarbúa til að hafa samband við HS Veitur til að fá upplýsingar varðandi sína reikninga enda eru þeir eigendur hitaveitunnar.
5. 202209092 - Gjaldskrá Vestmannaeyjabæjar árið 2024
Á fundi bæjarráðs nr. 3201 sam haldinn var þann 27. september sl. samþykkti bæjarráð forsendur í gjaldskrá vegna álagningar fasteignaskatts, lóðarleigu, holræsagjalds, sorpeyðingar- og sorphreinsunargjöld fyrir árið 2024. Lagt er til að til viðbótar verði samþykktur 85% afsláttur af lóðarleigugjöldum hjá 67 ára og eldri og 75% öryrkjum sem búsettir eru í fasteignum sínum og álagningin nær til.

Niðurstaða
Samþykkt samhljóða af bæjarráði og málinu vísað til bæjarstjórnar.
Gjaldskrá fasteignagjöld 2024.pdf
6. 202112037 - Rafmagn til Vestmannaeyja, forgangsorka, varaafl og rafmagnsþörf
Framhald af 2. máli 3207. fundar bæjarráðs þar sem bæjarráð fór yfir drög að sameiginlegri viljayfirlýsingu umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytis, Vestmannaeyjabæjar og annarra hagaðila í Eyjum varðandi orkuskipti og aðgerðir til að tryggja orkuöryggi til Eyjamanna. Bæjarráð sendi í kjölfar fundarins athugasemdir við drögin og nú hafa borist uppfærð drög.

Niðurstaða
Bæjarráð felur bæjarstjóra framgang málsins.
7. 202212020 - Störf undanþegin verkfallsheimild
Farið yfir drög að auglýsingu um þau störf hjá Vestmannaeyjabæ sem eru undanþegin verkfallsheimild, skv. 5.-8. tl. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna.

Niðurstaða
Bæjarráð felur framkvæmdastjóra stjórnsýsu- og fjármálasviðs að uppfæra skjalið skv. umræðum sem voru á fundinum og senda á B-deild Stjórnartíðinda.
Eyþór Harðarson vék af fundi í 8. máli.
8. 202202090 - Rekstur tjaldsvæða
Vestmannaeyjabær bauð út rekstur tjaldsvæða og var tilboðsfrestur til 12. janúar sl. Eitt formlegt tilboð barst frá Aðalsteini Ingvasyni, Katrínu Harðardóttur, Helga Sigurðssyni og Evelyn Bryner og einnig barst ósk um samtal frá ÍBV íþróttafélagi um reksturinn innan gefins tilboðsfrests. Starfsfólk Vestmannaeyjabæjar fundaði með báðum aðilum og framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs fylgdi málinu eftir við bæjarráð. Hann lagði til að eina formlega tilboðinu sem barst yrði tekið.

Niðurstaða
Bæjarráð samþykkti tillögu framkvæmdastjóra með tveimur atkvæðum og felur honum að ganga frá samningi við tilboðsaðila.
9. 202307026 - Þekkingarsetur Vestmannaeyjar ses.
Formaður stjórnar Þekkingarsetursins hefur óskað eftir samtali við Vestmannaeyjabæ, fyrir hönd stjórnar, um framtíðarsýn og rekstrarform Þekkingarsetursins.

Niðurstaða
Bæjarráð felur bæjarstjóra, framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og formanni bæjarráðs að ræða við fulltrúa Þekkingarsetursins fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar.
10. 202009015 - Jöfnunarsjóður sveitarfélaga
Bréf frá innviðaráðherra um niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sem Reykjavíkurborg höfðaði á hendur íslenska ríkinu vegna Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga lagt fram til upplýsinga. Með dómnum er ríkinu fyrir hönd Jöfnunarsjóðs gert að greiða Reykjavíkurborg umtalsverðar fjárhæðir fyrir rekstur grunnskóla árin 2015-2019. Innviðaráðherra hefur ákveðið að óska eftir því að málinu verði áfrýjað en standi niðurstaðan óbreytt þarf að lækka framlög úr sjóðnum til allra sveitarfélaga næstu árin. Einnig kemur fram í bréfinu að beðið verður með heildarendurskoðun á Jöfnunarsjóði vegna dómsins.
Til allra sveitarstjórna.pdf
11. 202401133 - Fyrirspurnir til Vestmannaeyjabæjar 2023
Fjöldi formlegra fyrirspurna til Vestmannaeyjabæjar er varðar hin ýmsu mál sveitarfélagsins og félags í eigu þess var 348 á árinu 2023 og bárust þær frá einum einstaklingi. Sá tími sem fór í svara fyrirspurnunum jafngildir u.þ.b. hálfu stöðugildi starfsmanns allt árið.

Niðurstaða
Ráðið þakkar upplýsingarnar.
12. 201904018 - Fundargerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga
Fundargerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga nr. 77-78 lagðar fram til upplýsinga.
stjorn-Samtaka-sjavarutvegssveitarfelaga-77_undirritad.pdf
stjorn-Samtaka-sjavarutvegssveitarfelaga-78_Undirritad.pdf
13. 201907118 - Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga og SASS
Fundargerðir SÍS nr. 941 og SASS nr. 605 voru lagðar fram til upplýsinga.
605.-fundur-stj.-SASS-1.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:10 

Til baka Prenta