Fundargerðir

Til baka Prenta
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 46

Haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
21.03.2024 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu: Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs,
Dagný Hauksdóttir starfsmaður sviðs,
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 202403060 - Búhamar 80. Umsókn um byggingarleyfi
Ásgeir Heimir Ingimarsson sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi, Búhamri 80, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: íbúð 165m², bílgeymsla 34,3m²
Teikning: Samúel Smári Hreggviðsson.

Niðurstaða
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til Skipulagsráðs með vísun 5. mgr. 2.4.2. gr. byggingarreglugerðar.
2. 202401099 - Viðlagafjara 1. Umsókn um byggingarleyfi - Sveltikerjahús m.hl.03
Tekið fyrir erindi lóðarhafa Viðlagafjöru 1. Samúel Smári Hreggviðsson fh. Laxey ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir Sveltikerjahúsi, matshluti 03, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Atvinnuhúsnæði 2169,1m²
Teikning: Samúel Smári Hreggviðsson

Niðurstaða
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 21. mars 2024. Samrýmist lögum nr. 160/2010
3. 202403045 - Viðlagafjara 1. Umsókn um stöðuleyfi - Steypustöð
Bragi Magnússon fyrir hönd lóðarhafa Viðlagafjöru 1, sækir um stöðuleyfi fyrir steypustöð innan framkvæmdasvæðis í Viðlagafjöru, í samræmi við framlögð gögn.
Teikning: Bragi Magnússon

Niðurstaða
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 21. mars 2024. Samrýmist lögum nr. 160/2010
4. 202403043 - Áshamar 75. Umsókn um byggingarleyfi - Fjarskiptaloftnet
Tekið fyrir erindi frá húsfélagi í Áshamri 75. Sótt er um leyfi fyrir að stja upp fjarskiptamastur á vesturhlið fjölbýlishúss, í samræmi við innsend gögn.

Niðurstaða
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til Skipulagsráðs með vísun 5. mgr. 2.4.2. gr. byggingarreglugerðar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:45 

Til baka Prenta