Fundargerðir

Til baka Prenta
Fræðsluráð Vestmannaeyja - 383

Haldinn Í fundarsal Fjölskyldu- og fræðslusviðs við Kirkjuveg,
18.03.2024 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Aníta Jóhannsdóttir formaður,
Hafdís Ástþórsdóttir aðalmaður,
Hildur Sólveig Sigurðardóttir varaformaður,
Ellert Scheving Pálsson aðalmaður,
Jón Þór Guðjónsson 2. varamaður,
Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Kolbrún Matthíasdóttir áheyrnarfulltrúi, Helga Sigrún Þórsdóttir embættismaður.
Fundargerð ritaði: Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs
Silja Rós Guðjónsdóttir umsjónarfélagsráðgjafi sat fundinn í máli 2.

Fræðsluráð Vestmannaeyja býður Helgu Sigrúnu nýjan deildarstjóra fræðslu- og uppeldismála hjartanlega velkomna til starfa og hlakkar til samstarfsins. Jafnframt þakkar ráðið Drífu Gunnarsdóttir fyrir hennar framlag til fræðslumála og óskar henni velfarnaðar.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 201304035 - Skóladagatal. Samræmd dagatöl skóla og frístundavers.
Framhald af 3. máli 382. fundar fræðsluráðs. Samræmt skóladagatal leik-, grunnskóla og frístundavers 2024-2025 lagt fram til staðfestingar.

Sameiginlegt skóladagatal leik-, grunnskóla og frístundavers 2024-2025 lagt fram til staðfestingar.Kennsludagar í grunnskólanum eru 180 og skólasetning verður 23. ágúst. Kjarasamningsbundnir starfsdagar kennara eru 13 þar af 8 utan starfstíma skóla. Vetrarleyfi verður 21.-24. október. Starfsdagar leikskólanna verða: Víkin verður lokuð 15. ágúst vegna starfsdags og Kirkjugerði og Sóli 22. ágúst vegna starfsdags. Þá verða leikskólarnir lokaðir 11. október, 2. janúar, 3. februar og 22. apríl vegna starfsdaga. Skert þjónusta verður í leikskólunum dagana 27. og 30. desember þar sem ekki verður um skipulagt skólastarf að ræða heldur vistun fyrir þá sem sækja um það sérstaklega. Leikskólagjöld fyrir umrædda daga eru felld niður hjá þeim sem þá ekki nýta. Jafnframt eru leikskólagjöld felld niður í dymbilviku hjá þeim sem skrá leikskólabörn sín í frí þá daga. Frístundaverið verður opið alla virka daga ársins skv. dagatali 12:30-16:30. Heilsdagsdagar eru 15.-21. ágúst, 2. október, 11. október, 21.-24.október, 20. desember, 3.janúar, 3.-4. febrúar, 14.-16. mars, 4.- 5. júní og 10.- 11. júní.

Niðurstaða
Ráðið staðfestir fyrir lagt skóladagatal.
Sameiginlegt skóladagatal-2024-2025.pdf
Skoladagatal GRV 2024-2025.pdf
2. 202011064 - Samþætt þjónusta í þágu farsældar barna
Umsjónarfélagsráðgjafi fór yfir stöðu samþættrar þjónustu í þágu barna. Vestmannaeyjabær er að hefja sitt þriðja ár í að vinna eftir lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna en opnað var fyrir umsóknir í byrjun árs 2022. Innleiðing hefur gengið vel. Heildarfjöldi mála eru um 145 sem er um 15,5% barna í sveitarfélaginu. Um 65% mála eru svokölluð 1. stigs mál sem eru vægustu málin. Um 34% eru 2. stigs mál og 1% 3. stigs mál. Stærsti hluti barnanna eru á yngsta stigi grunnskóla. Nokkur færsla er á málum milli stiga eða mál lokað. Vestmannaeyjabær er eitt af frumkvöðlasveitarfélögum varðandi innleiðingu á umræddum lögum.

Niðurstaða
Ráðið þakkar kynninguna.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:19 

Til baka Prenta