Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 374

Haldinn Í fundarsal Fjölskyldu- og fræðslusviðs við Kirkjuveg,
21.11.2022 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Jóna S. Guðmundsdóttir formaður,
Margrét Rós Ingólfsdóttir aðalmaður,
Jónatan Guðni Jónsson aðalmaður,
Bjartey Hermannsdóttir aðalmaður,
Jarl Sigurgeirsson aðalmaður,
Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs, Dagný Hauksdóttir starfsmaður sviðs, Brynjar Ólafsson .
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir, skipulags-og umhverfisfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 202106185 - Breyting á aðalskipulagi - Viðlagafjara
Lögð fram að lokinni auglýsingu skipulagsáætlanir í Viðlagafjöru.
Bæjarráð Vestmannaeyja samþykkti þann 27. júlí 2022 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkti. Þann 15. september 2022 samþykkti Bæjarstjórn að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir fiskeldi í Viðlagafjöru í samræmi við 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsáætlnir voru auglýstar ásamt umhverfismati áætlana á tímabilinu 21. september til og með 1. nóvember 2022.
Umsagnir bárust frá 4 umsagnaraðilum; Minjastofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Samgöngustofu og Náttúrufræðistofnun Íslands.
Umsögn Minjastofnunar kallaði ekki á breytingar á tillögunni og umsögn Náttúrufræðistofnunar ítrekaði fyrri athugasemdir og fallist var á að við þeim hefði verið brugðist. Athugasemdir Umhverfisstofnunar eiga við um deiliskipulagstillöguna.
Í athugasemd Samgöngustofu var bent á að líklega myndu mannvirki fiskeldisstöðvarinnar valda hættu fyrir sjófarendur vegna nálægðar við Urðavita. Vestmannaeyjabær skoðaði þetta sérstaklega og sýndi fram á að þessi hætta væri óveruleg en brást við með því að bæta við skilmála um hámarkshæð mannvirkja. Haft var samráð við Samgöngustofu og Vegagerðina um þessa úrlausn.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir breytingartillögu aðalskipulags og deiliskipulag sbr. ákvæði Skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falið að svara athugasemdum umsagnaraðila í samræmi við greinargerð sem lögð var fram á fundinum. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Umsögn MÍ.pdf
UST Umsögn um ASK BR og DSK - Viðlagafjara.pdf
NI Umsögn.pdf
Samgöngustofa Umsögn.pdf
A1464-030-U01 Urðaviti og fiskeldi í Viðlagafjöru.pdf
A1464-024-U01 Viðlagafjara aðalskipulagbreyting.pdf
A1464-025-U01 Deiliskipulag iðnaðarsvæðis við Viðlagafjöru.pdf
A1464-026-U05 Umhverfismatsskýrsla fyrir Viðlagafjöru.pdf
A1464-015-U01 Viðlagafjara Deiliskipulagsuppdráttur.pdf
Greinagerð vegna athugasemda.pdf
2. 202210106 - Minnisvarði í tilefni 50 ára gosloka - skipulagsbreytingar
Lagt fyrir skipulagslýsing vegna breytts aðalskipulags vegna fyrirhugaðs minnisvarða á Eldfellshrauni í tilefni 50 ára goslokaafmælis.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir að auglýsa skipulagslýsingu fyrir tillögu að breytingu á aðalskipulagi. Erindi vísað til bæjarstjórnar.

3. 202206134 - Stytting Hörgaeyrargarðs
Á 277 fundi Framkvæmda- og hafnarráðs þann 5. júlí 2022 var samþykkt að stytta Hörgaeyrisgarð um all að 90 metra. Lögð er fram tillaga um að hefja vinnu vegna þarfra skipulagsbreytinga fyrir uppsetningu minnismerkisins.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir að hefja skipulagsvinnu vegna styttingu Hörgaeyrargarðs og felur skipulagsfulltrúa framgang málsins.
bxxxx dýpkun við Hörgaeyrargarð.pdf
4. 202211003 - Heiðarvegur 12. Umsókn um byggingarleyfi
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi, Sigurjóni Pálssyni f.h. húseigenda Heiðarvegi 12, fyrir breyttri notkun og stækkun húsnæðis, í samræmi við innsend gögn. Umsókninni var vísað til umsagnar Skipulagsráðs af 26. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.

Skv. deiliskipulagi virðist ekki gert ráð fyrir breytingu á ytra umfangi húsnæðisins en um nýtingu þess segir: "Heimilt að hafa íbúðir við Heiðarveg 10 og 12 og á efri hæðum húsanna við Heiðarveg 6 og Vesturveg 38."

Niðurstaða
Ráðið felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið sbr. ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010.
Heiðarvegur_12_aðaluppdrættir_sett_1_11.22.pdf
5. 202211025 - Heiðarvegur 34. Umsókn um byggingarleyfi
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi, Björgvin Björgvinsson fh. húseigenda Heiðarvegi 34, sækir um leyfi fyrir bílgeymslu í samræmi við framlögð gögn. Umsókninni var vísað til umsagnar Skipulagsráðs af 26. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa

Niðurstaða
Ráðið felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið sbr. ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010.

Heiðarvegur 34 101___.pdf
1753_001.pdf
6. 202209133 - Breyting á byggingareit bílskúrs við Áshamar 65-71
Erindi tekið fyrir að lokinni grenndarkynningu.

Engar athugasemdir bárust. Ástæða til frekari umræðu þar sem umsóknin felur í sér stækkun byggingareits út fyrir byggingalínu.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir erindið að undanskilinni breytingu á byggingarlínu til norðurs og felur skipulagsfulltrúa að ræða við bréfritara.
fyrirspurntilráðsins-26092022.pdf
yfirlitsmynd-nýr byggingarreitur.pdf
Fundargerðir til staðfestingar
7. 202210019F - Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 2
Lagt fram.

Niðurstaða
Lagt fram.
7.1. 202210105 - Hvítingavegur 9. Umsókn um lóð
Halldór Ingi Guðnason og Sigrún Arna Gunnarsdóttir sækja um lóð að Hvítingavegi 9.
Erindi samþykkt. Umsækjandi skal skila inn teikningum og hefja framkvæmdir fyrir 28. júní 2023.
7.2. 202210004 - Goðahraun 13. Umsókn um lóð
Ívar Unnsteinsson og Erla María Sigurgeirsdóttir sækja um lóð að Goðahrauni 13.
Erindi samþykkt. Umsækjandi skal skila inn teikningum og hefja framkvæmdir fyrir 28. júní 2023.
7.3. 202206133 - Skólavegur 45. Umsókn um byggingarleyfi
Skipulagsnefnd samþykkti á 370. fundi sínum að grenndarkynna byggingaráform og byggingarleyfi fyrir stækkun og viðbyggingu húss að Vestmannabraut 56A í samræmi við ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir bárust.
Þar sem engar athugasemdir bárust við kynningu, með vísan í 4. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa, teljast áformin samþykkt og er byggingarfulltrúa heimilt að gefa út byggingarleyfi þegar að umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010, byggingarreglugerð nr. 112/2012 og kynntum gögnum.
8. 202211010F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 26
Lagt fram.

Niðurstaða
Lagt fram.
8.1. 202211057 - Faxastígur 36. Umsókn um byggingarleyfi
Guðmundur Oddur Víðisson f.h. Orkan ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir bílaþvottastöð á lóð fyrirtækisins Faxastíg 36, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: bílþvottastöð 112,1m², skyggni 16m²
Teikning: Guðmundur Oddur Víðisson
Sam­þykkt. Nið­ur­staða af­greiðslufund­ar fel­ur í sér sam­þykkt bygg­ingaráforma í sam­ræmi við 11. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010. Óheim­ilt er að hefja fram­kvæmd­ir fyrr en bygg­ing­ar­full­trúi hef­ur gef­ið út bygg­ing­ar­leyfi í sam­ræmi við 13. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010.
8.2. 202211003 - Heiðarvegur 12. Umsókn um byggingarleyfi
Sigurjón Pálsson f.h. Steini og Olli ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsnæði fyrirtækisins Heiðarvegi 12. Sótt er um leyfi til að
byggja nýja hæð þannig að á 2. og 3. hæð verði 5 litlar íbúðir á hvorri hæð samtals 10 íbúðir. Á jaðhæð verða 4 geymslurými, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: kjallari 51,5m², jarðhæð 366,6m², 2 hæð 374,1, 3 hæð 387,1
samtals 1179,3m²
Teikning: Sigurjón Pálsson
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til Skipulagsráðs með vísun 5. mgr. 2.4.2. gr. byggingarreglugerðar.
8.3. 202211026 - Skólavegur 4A. Umsókn um byggingarleyfi
Björgvin Björgvinsson f.h. Presthús ehf. sækir um leyfi fyrir breytri notkun á húsnæði fyrirtækisins Skólavegi 4A. Sótt er um leyfi til að breyta hágreiðslustofu í íbúð, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: kjallari 20,9m², bílgeymsla 33,9m², íbúð 86,5m²
Teikning: Björgvin Björgvinsson
Sam­þykkt. Nið­ur­staða af­greiðslufund­ar fel­ur í sér sam­þykkt bygg­ingaráforma í sam­ræmi við 11. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010. Óheim­ilt er að hefja fram­kvæmd­ir fyrr en bygg­ing­ar­full­trúi hef­ur gef­ið út bygg­ing­ar­leyfi í sam­ræmi við 13. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010.
8.4. 202211025 - Heiðarvegur 34. Umsókn um byggingarleyfi
Björgvin Björgvinsson f.h. húseigenda sækir um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu norðan við íbúðarhús Heiðarvegi 34, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: bílgeymsla 60,9m²
Teikning: Björgvin Björgvinsson
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til Skipulagsráðs með vísun 5. mgr. 2.4.2. gr. byggingarreglugerðar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til baka Prenta