Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Vestmannaeyja - 3212

Haldinn í Ráðhúsinu,
21.03.2024 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu: Jóna Sigríður Guðmundsdóttir varaformaður,
Eyþór Harðarson aðalmaður,
Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri,
Helga Jóhanna Harðardóttir varamaður,
Drífa Gunnarsdóttir embættismaður.
Fundargerð ritaði: Drífa Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs var fjarverandi og í hans stað mætti Helga Jóhanna Harðardóttir. Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, varaformaður stýrði fundi.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 202402069 - Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2023
Sigurjón Örn Arnarson og Guðbjörg Erla Ríkharðsdóttir, fulltrúar KPMG, kynntu drög að ársreikningi Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2023 og var bæjarfulltrúum boðið að sitja fundinn undir þessum lið.

Niðurstaða
Bæjarráð þakkar fulltrúum KPMG fyrir yfirferðina og vísar ársreikningi Vestmannaeyjabæjar og stofnana fyrir árið 2023 til fyrri umræðu í bæjarstjórn síðar í dag.
Gestir: Sigurjón Örn Arnarson, Guðbjörg Erla Ríkharðsdóttir, Sigurjón Örn Lárusson, Rut Haraldsdóttir, Páll Magnússon og Erlingur Guðbjörnsson
2. 202203028 - Móttaka flóttafólks
Nýr samningur varðandi samræmda þjónustu við flóttafólk lagður fram.

Niðurstaða
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við samninginn og vísar honum til bæjarstjórnar til staðfestingar.
3. 202202090 - Rekstur tjaldsvæða
Vestmannaeyjabær bauð rekstur tjaldsvæða út og ákvað bæjarráð á fundi þann 31. janúar sl. að taka tilboði frá Aðalsteini Ingvasyni, Katrínu Harðardóttur, Helga Sigurðssyni og Evelyn Bryner en það var eina formlega tilboðið sem barst innan útboðsfrests. Bæjarráð fól framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að ganga frá samningi um rekstur tjaldsvæði til ársins 2027 og er hann nú lagður fram til staðfestingar.

Niðurstaða
Eyþór Harðarson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Bæjarráð samþykkir samning um rekstur tjaldsvæða í Vestmannaeyjum 2024-2027
Rekstur tjaldsvæða í Vestmannaeyjum 2024-2027_VE73 (003).pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:05 

Til baka Prenta