Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn Vestmannaeyja - 1562

Haldinn í Einarsstofu safnahúsi,
09.07.2020 og hófst hann kl. 18:00
Fundinn sátu: Elís Jónsson forseti,
Njáll Ragnarsson aðalmaður,
Hildur Sólveig Sigurðardóttir aðalmaður,
Trausti Hjaltason aðalmaður,
Íris Róbertsdóttir aðalmaður,
Jóna S. Guðmundsdóttir aðalmaður,
Eyþór Harðarson 1. varamaður,
Fundargerð ritaði: Angantýr Einarsson, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 201212068 - Umræða um samgöngumál
Bæjarstjórn tók fyrir og ræddi stöðu kjaradeilna Herjólfs ohf. og háseta, þerna og bátsmanna á Herjólfi.

Niðurstaða
Við umræðu um málið tóku til máls: Íris Róbertsdóttir, Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, Njáll Ragnarsson, Trausti Hjaltason og Elís Jónsson.

Bókun
Bæjarstjórn Vestmannaeyja lýsir þungum áhyggjum vegna kjaradeilu Herjólfs ohf. og háseta, þerna og bátsmanna á skipinu. Það er með öllu óásættanlegt að þjónusturof hafi orðið á samgöngum við Vestmannaeyjar þann 7. júlí síðastliðinn vegnu vinnustöðvunar og að allt stefni í frekari vinnustöðvanir.
Miklar framfarir hafa orðið í samgöngumálum Vestmannaeyja á undanförnum áratug með tilkomu Landeyjahafnar, yfirtöku Vestmannaeyjabæjar á rekstri samgangna á sjó og nýrrar rafknúinnar farþegaferju sérhannaðri fyrir siglingar til Landeyjahafnar.
Öllum ætti að vera ljóst að rekstraraðstæður félagsins eru afar erfiðar. Hagstæð veðurskilyrði hafa verið allt þetta ár í Landeyjahöfn og samfélagið loksins að taka við sér eftir Covid-19. Það er því sorglegt til þess að hugsa að á þessum tímapunkti séu það mannanna verk sem valda því að samgöngur við samfélagið leggist niður með tilheyrandi samfélagslegu tjóni.
Ábyrgð deiluaðila er mikil. Bæjarstjórn Vestmannaeyja leggur þunga áherslu á að deiluaðilar finni leiðir til sátta sem allra fyrst svo að ekki komi til frekari samgöngutruflana fyrir samfélagið og áfram verði veitt eins öflug þjónusta og kostur er hverju sinni.
Elís Jónsson (sign)
Njáll Ragnarsson (sign)
Íris Róbertsdóttir (sign)
Jóna Sigríður Guðmunsdóttir (sign)
Hildur Sólveig Sigurðarsdóttir (sign)
Trausti Hjaltason (sign)
Eyþór Harðarson (sign)
Fundargerðir til staðfestingar
2. 202006002F - Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 252
Liðir 1-5 liggja fyrir til staðfestingar.

Niðurstaða
Liðir 1-5 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
3. 202006003F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 327
Liðir 1-5 liggja fyrir til staðfestingar.

Niðurstaða
Liðir 1-5 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
4. 202006007F - Bæjarráð Vestmannaeyja - 3129
Liður 2, Viljayfirlýsing með tilliti til stofnunar fiskeldisstöðvar á landi í Vestmannaeyjum, liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.

Liður 3, Húsnæðismál Vestmannaeyjabæjar, liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.

Liður 1 og liðir 4-14 liggja fyrir til staðfestingar

Niðurstaða
Við umræðu um lið 2, Viljayfirlýsing með tilliti til stofnunar fiskeldisstöðvar á landi í Vestmannaeyjum, tóku til máls: Njáll Ragnarsson, Eyþór Harðarson, Hildur Sólveig Sigurðardóttir og Elís Jónsson.

Tillaga að afgreiðslu:
Bæjarstjórn samþykkir breytta viljayfirlýsingu og felur bæjarstjóra að undirrita hana f.h. bæjarstjórnar. Samkvæmt viljayfirlýsingunni skuldbinda bæjaryfirvöld sig til þess að breyta aðalskipulagi og vinna deiluskipulag sem ekki er til fyrir svæðið til þess að starfsemi fiskeldis á landi geti orðið að veruleika.

Tillagan var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.


Við umræðu um lið 3, Húsnæðismál Vestmannaeyjabæjar, tóku til máls: Trausti Hjaltason, Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Eyþór Harðarson, Íris Róbertsdóttir og Njáll Ragnarsson.

Bókun frá fulltrúum D lista.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins voru frá upphafi andvígir kaupum Vestmannaeyjabæjar á húsnæði Íslandsbanka. Á síðasta fundi bæjarstjórnar þann 11. júní samþykkti meirihluti H- og E- lista kauptilboð alls eignarhluta Íslandsbanka á Kirkjuvegi 23 upp á 100 milljónir króna eða orðrétt: ,,Jafnframt leggur meirihlutinn til að gengið verði að lokatilboði Íslandsbanka um kaup á húsnæði bankans við Kirkjuveg og hluti þess seldur til félags í eigu Lögmannsstofu Vestmannaeyjabæjar skv. samkomulagi þar um?. Í kauptilboðinu sjálfu var kveðið á um að Vestmannaeyjabær myndi framselja eignarhluta til Lögmannsstofu Vestmannaeyja upp á 15 milljónir króna sem hefði áfram aðgang að kaffistofu annarrar hæðar.

Í kjölfar samþykktar meirihluta bæjarstjórnar fór fram ítarleg fjölmiðlaumfjöllun um málið á fréttavefnum eyjar.net og tók þá málið stjórnsýslulegum kúvendingum þar sem bæjarstjóri tók fram að Íslandsbanki myndi selja lögmannsstofunni þeirra hluta beint. Þær upplýsingar höfðu aldrei áður komið fram í samskiptum meiri- og minnihluta og er þvert gegn samþykkt bæjarstjórnar. Á næsta fundi bæjarráðs var svo lagður fram kaupsamningur stílaður 29. maí, þar sem kom fram að Vestmannaeyjabær væri að kaupa hluta eignarinnar á 85 milljónir. Ekki er viðtekin venja að leggja fram kaupsamninga bæjarins heldur hafa kauptilboð nægt líkt og nýleg dæmi sýna. Framvinda málsins virðist því einkennast af eftiráskýringum sem standast ekki skoðun. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru afar ósáttir við feril málsins og munu leita álits sveitastjórnarráðuneytis hvort hann teljist með eðlilegum hætti.
Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)
Trausti Hjaltason (sign)
Eyþór Harðarson (sign)

Bókun frá bæjarfulltrúum E og H lista.
Það er miður að sjálfstæðismenn skuli með villandi hætti tortryggja og flækja einfalt mál. Vestmannaeyjabær hefur nú fest kaup á 1. hæð, kjallara, bílskúr og hluta 2. hæðar Íslandsbankahússins fyrir 85 milljónir. Um er að ræða 85% eignarhlut í húsi Íslandsbanka að Kirkjuvegi 23. Önnur sala bankans á húsnæði sínu er ekki hluti af kaupum Vestmannaeyjabæjar og því ástæðulaust að flækja þeim inn í málið.
Aldrei, á neinum tímapunkti hefur það staðið til að bærinn kaupi eða eigi nokkurn þátt í því að kaupa meira en þær eignir sem nú hafa verið keyptar. Fullyrðingar um slíkt eru tilraunir til þess að tortryggja þetta framfaraskref fyrir starfsfólk og þjónustuþega fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar.
Það færi betur á því að minnihlutinn fagnaði hundruða milljóna sparnaði sem næst með því að flytja bæjarskrifstofurnar ekki í Fiskiðjuna líkt og til stóð.
Njáll Ragnarsson (sign)
Elís Jónsson (sign)
Íris Róbertsdóttir (sign)
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir (sign)

Bókun frá bæjarfulltrúum D lista.
Það eina sem er villandi í málinu eru vinnubrögð H og E lista við afgreiðslu málsins. Það er af og frá að með kaupum á fasteign sem rúmar ekki allar bæjarskrifstofunnar sé verið að spara fjármuni, enda hafa engar rekstraráætlanir til framtíðar verið lagðar fram í málinu, eingöngu minnisblað um kostnað við fasteignakaup. Meirihlutinn gerðist að öllum líkindum sekur um stjórnsýsluleg mistök við afgreiðslu málsins.
Trausti Hjaltason (sign)
Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)
Eyþór Harðarson (sign)

Liður 3 var samþykktur með fjórum atkvæðum E og H lista gegn þremur atkvæðum D lista.

Bókun frá bæjarfulltrúum D lista
Óásættanlegt er að bæjarfulltrúar meirihlutans svari ítrekað ekki spurningum sem formlega er beint til þeirra á opinberum fundi bæjarstjórnar. Það er lágmarkskrafa að kjörnir fulltrúar svari spurningum sem beint er til þeirra á opinberum fundum.
Hildur Sólveig Sigurðardóttir(sign)
Trausti Hjaltason (sign)
Eyþór Harðarson (sign)

Liður 1 og liðir 4-14 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
Viljayfirlýsing fiskeldi 29052020.pdf
5. 202006009F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 328
Liður 2, Búhamar 2. Umsókn um byggingarleyfi, liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liður 3, Búhamar 6. Umsókn um byggingarleyfi, liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liður 5, Nýjabæjarbraut 5-7. Umsókn um byggingarleyfi - parhús, liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1, 4 og 6-14 liggja fyrir til staðfestingar.

Niðurstaða
Liður 2, Búhamar 2. Umsókn um byggingarleyfi, var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 3, Búhamar 6. Umsókn um byggingarleyfi, var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 5, Nýjabæjarbraut 5-7. Umsókn um byggingarleyfi - parhús, var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 1, 4 og 6-14 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
6. 202006010F - Bæjarráð Vestmannaeyja - 3130
Liður 3, Tekjur og útgjöld Vestmannaeyjabæjar, liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.

Liðir 1-2 og 4-8 liggja fyrir til staðfestingar.

Niðurstaða
Við lið 3, Tekjur og útgjöld Vestmannaeyjabæjar, tóku til máls: Trausti Hjaltason og Íris Róbertsdóttir.

Bókun frá bæjarfulltrúum D lista
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað bent á mikilvægi þess að gæta aðhalds í rekstri sveitarfélagsins. Nú líkt og áður er afar mikilvægt að taka ekki rekstraríþyngjandi ákvarðanir til lengri tíma litið, líkt og fjölgun launaðra bæjarfulltrúa. Traust efnahagsstefna ásamt öflugu atvinnulífi með gjaldeyrisskapandi sjávarútveg fremstan í flokki mun reynast Vestmannaeyjabæ afar vel þegar kreppir að.
Trausti Hjaltason (sign)
Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)
Eyþór Harðarson (sign)

Bókun frá bæjarfulltrúum E og H lista.
Efnahagsleg áhrif af Covid-19 faraldrinum eru mikil á fjárhag sveitarfélaga. Vestmannaeyjabær er það ekki undanskilinn. Það er ljóst að aukin kostnaður og nokkuð tekjutap verður í tengslum við áhrif af Covid-19 meðal annars verða framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga að öllum líkindum skert um u.þ.b. 100 m.kr. Áhrif Covid-19 hafa verið mikil á Herjólf ohf. áætlað er að velta félagsins dragist mikið saman á þessu ári, sem getur haft áhrif á samstæðuna. Bæjarsjóður stendur vel fjárhagslega eins og ársreikningur síðasta árs og rekstrarstaða fyrstu fjóra mánuði ársins 2020 sýna. Það skiptir máli á þessum tímum og hefur bæjarstjórn samþykkt að bæta í framkvæmdum ef atvinnustig í samfélaginu kallar á það.
Íris Róbertsdóttir (sign)
Elís Jónsson (sign)
Njáll Ragnarsson (sign)
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir (sign)

Liður 3, Tekjur og útgjöld Vestmannaeyjabæjar, var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum

Liðir 1-2 og 4-8 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
7. 202006012F - Fjölskyldu- og tómstundaráð - 247
Liðir 1-2 liggja fyrir til staðfestingar.

Niðurstaða
Liðir 1-2 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
8. 202006017F - Fræðsluráð - 332
Liður 3, Menntarannsókn, liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1-2 og 4-6 liggja fyrir til staðfestingar.

Niðurstaða
Við lið 3, Menntarannsókn, tóku til máls: Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Elís Jónsson og Íris Róbertsdóttir.

Liður 3 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 1-2 og 4-6 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
9. 202007001F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 329
Liðir 1-3 liggja fyrir til staðfestingar.

Niðurstaða
Liðir 1-3 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
10. 202007002F - Bæjarráð Vestmannaeyja - 3131
Liður 1, Umræða um samgöngumál, liggur fyrir til staðfestingar.

Niðurstaða
Liður 1 samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.  

Til baka Prenta