Fundargerðir

Til baka Prenta
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 1

Haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
23.10.2020 og hófst hann kl. 14:10
Fundinn sátu: Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs, Ólafur Þór Snorrason starfsmaður sviðs, Dagný Hauksdóttir starfsmaður sviðs.
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 202010041 - Áshamar 95-103. Umsókn um byggingarleyfi - raðhús
Svanur Örn Tómasson sækir um leyfi til að byggja 5 íbúða raðhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðinni Áshamar 95-103, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Íbúð 118,7 m², bílgeymsla 31,3 m².
Teikning: Kjartan Sigurbjartsson

Niðurstaða
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið. Samrýmist lögum nr. 160/2010.
Áshamar 95-103_aðalteikningar í gildi.pdf
2. 202010084 - Heiðarvegur 56. Umsókn um byggingarleyfi - bílgeymsla og viðbygging
Björgvin Björgvinsson hönnuður fyrir hönd lóðarhafa Heiðarvegi 56. sækir um leyfi fyrir 46m2 viðbyggingu við íbúðarhús í baklóð til vesturs og byggingu 70m2 bílgeymslu, í samræmi við framlögð gögn.
Teikning: Björgvin Björgvinsson

Niðurstaða
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til skipulagsráðs með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
0328-2-02 101 (1).pdf
0328-2-02 102 (1).pdf
3. 202010086 - Hólagata 45. Umsókn um byggingarleyfi - bílgeymsla - garðveggir
Óttar Steingrímsson sækir um leyfi fyrir að rífa bílgeymslu í norð-austurhorni lóðar og byggja nýja 75m2 bílgeymslu í suð-austurhorni lóðar, í samræmi við framlögð gögn. Þá sækir lóðarhafi um leyfi fyrir garðveggjum.
Teikning: Björgvin Björgvinsson

Niðurstaða
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til skipulagsráðs með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
2022-100-Aðaluppdráttur.pdf
4. 202009108 - Vestmannabraut 24. Umsókn um breytingar á fasteign
Hafþór Halldórsson f.h. húseigenda sækir um leyfi fyrir fjölgun fasteigna í fjölbýlishúsi Vestmannabraut 24, í samræmi við framlögð gögn.
Teikning: Ágúst Hreggviðsson

Niðurstaða
Samþykkt
_20201023_0001.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00 

Til baka Prenta