Fundargerðir

Til baka Prenta
Fræðsluráð - 337

Haldinn Í gegnum fjarfundabúnað,
25.11.2020 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Arna Huld Sigurðardóttir formaður,
Elís Jónsson varaformaður,
Aníta Jóhannsdóttir aðalmaður,
Silja Rós Guðjónsdóttir aðalmaður,
Ingólfur Jóhannesson aðalmaður,
Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Drífa Gunnarsdóttir starfsmaður sviðs, Anna Rós Hallgrímsdóttir starfsmaður sviðs, Bjarney Magnúsdóttir starfsmaður sviðs, Guðrún Sigríður Þorsteinsdóttir starfsmaður sviðs, Helga Björk Ólafsdóttir , Kolbrún Matthíasdóttir .
Fundargerð ritaði: Drífa Gunnarsdóttir, fræðslufulltrúi


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 202011062 - Frístundarverið
Flutningur Frístundavers í Hamarsskóla.

Niðurstaða
Umsjónarmaður frístundavers fór yfir starf vetrarins og flutning Frístundavers úr Þórsheimili í Hamarsskóla. Í vetur eru 10 starfsmenn við
Frístundaverið, einn umsjónarmaður, tveir stuðningsfulltrúar, sex frístundaleiðbeinendur og aðstoðarmaður í eldhúsi. Í upphafi skólaárs voru 65 nemendur skráðir í Frístundaverið. Hafist var handa sl. sumar við að flytja frístundaverið úr Þórsheimili í Hamarsskóla og var ný aðstaða tilbúin í upphafi skólaárs. Frístundaverið er með aðstöðu á neðri hæð í vesturálmu skólans. Þar eru þrjár heimastofur en jafnframt hefur frístundaverið aðgang að matsal, samkomusal, verkgreinastofum og útisvæði. Starfið hefur gengið vel en upphaflegt skipulag sem sneri að þemaskiptum svæðum hefur þurft að víkja vegna COVID-19 og því ekki komin reynsla á það.
Ráðið þakkar kynninguna.
Anton Örn Björnsson mætti á fundinn vegna 1. máls og yfirgaf hann að því loknu.
2. 201308001 - Gjaldskrár. Gjaldskrá. Skólamáltíðir og vistgjöld. Leikskólar. Grunnskóli. Frístundaver
Frístundaver, afsláttur af gjöldum fyrir einstæða foreldra.

Niðurstaða
Fræðsluráð samþykkir að veita einstæðum foreldrum afslátt af vistunargjöldum Frístundavers. Afslátturinn verður sá sami og af vistunargjöldum leikskóla, þ.e. 40% Sama á við þegar báðir foreldrar eru í ólánshæfu námi.
3. 201310060 - Starfsáætlanir leik- og grunnskóla Vestmannaeyjabæjar.
Starfsáætlanir GRV og Kirkjugerðis.

Niðurstaða
Skólastjóri GRV lagði fram og kynnti starfsáætlanir GRV og Víkurinnar fyrir skólaárið 2020-2021. Þá lagði leikskólastjóri Kirkjugerðis fram starfsáætlun leikskólans fyrir skólaárið og kynnti.
Ráðið þakkar kynningarnar.
4. 202011063 - Samræmd próf 2020-2021
Niðurstaða samræmdra prófa í 4. og 7. bekk.

Niðurstaða
Skólastjóri kynnti niðurstöður samræmdra prófa í 4. og 7. bekk sem lögð voru fyrir í september sl. 4. bekkur er með 29,2 í skólaeinkunn í íslensku og 28,9 í stærðfræði. Landsmeðaltalið er 30 og árangurinn því undir því í báðum greinum. 7. bekkur var yfir landsmeðaltali í íslensku með 31,3 en undir í stærðfræði með 28,7. Þegar núverandi 7. bekkur þreytti samræmd próf í 4. bekk var hann með 30,7 í skólaeinkunn í íslensku og hækkar því örlítið milli prófa en með 33,8 í stærðfræði og lækkar því töluvert.
Ráðið leggur áherslu á að greina niðurstöður og vinna að aðgerðaáætlun til að efla þá þætti sem komu ekki nógu vel út. Ráðið óskar eftir að fá kynningu á þessari aðgerðaáætlun og eftirfylgni skólans með vorinu. Það er hagur okkar allra að vinna saman að þessu verkefni.
5. 202005069 - Menntarannsókn
Kynning, staðan og framhaldið.

Niðurstaða
Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs ásamt fræðslufulltrúa kynntu stöðu væntanlegrar menntarannsóknar sem hefur fengið nafnið „Kveikjum neistann“. Verkefnið sem bæði er þróunarverkefni og menntarannsókn er einbeitt gagnsókn til að bregðast við dvínandi árangri í lestri en lestur er grundvallarfærni allra samfélaga. Verið er að vinna að því að tryggja fjármögnun í verkefnið og þegar það tekst verður sett full vinna í verkefnið. Ráðið þakkar kynninguna.
6. 202011064 - Samþætt þjónusta í þágu farsældar barna
Kynning á frumvarpi um farsæld barna og breytingar því tengdu.

Niðurstaða
Ráðið þakkar kynninguna.
7. 201304035 - Skóladagatal. Samræmd dagatöl skóla og frístundavers.
Sumarlokun leikskólanna sumarið 2021.

Niðurstaða
Umræður um sumarlokun og sumarleyfi leikskólanna sumarið 2021. Skv. ánægjukönnun sem gerð var meðal foreldra og starfsfólks leikskólanna voru þeir starfsmenn sem svöruðu könnuninni ekki ánægðir með fyrirkomulagið á sumarlokun og sumarleyfi sl. sumar. Þátttaka starfsfólks í könnuninni var hins vegar dræm og því var ákveðið að kanna hug þess frekar. Það kom m.a. fram í samtölum stjórnenda við starfsfólk að það hefði viljað hafa sumarlokun seinna og betra væri að hafa hana fjórar vikur og að foreldrar gætu valið fimmtu vikuna fyrir eða eftir lokun. Ráðið mun taka ákvörðun um fyrirkomulag sumarlokunar og sumarleyfis á næsta fundi ráðsins þann 16. desember nk.
8. 201807073 - Trúnaðarmál fræðsluráðs
Undir þessum lið er fjallað um öll erindi er falla undir trúnaðarmál.

Niðurstaða
Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:34 

Til baka Prenta