Fundargerðir

Til baka Prenta
Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 251

Haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
26.05.2020 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Kristín Hartmannsdóttir formaður,
Stefán Óskar Jónasson varaformaður,
Arnar Richardsson aðalmaður,
Sigursveinn Þórðarson aðalmaður,
Jarl Sigurgeirsson aðalmaður,
Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs,
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 202005048 - Smábátabryggjur - Bronsstytta af Ása í Bæ
Ísfélag Vestmannaeyjahefur óskað eftir leyfi til að setja upp bronsstyttu af Ása í Bæ á hafnarsvæðinu. Erindi til kynningar.
staðsetning.pdf
2. 202005068 - Bryggjudagur ÍBV
Vilmar Bjarnason fh. Handknattleiksráðs ÍBV óskar eftir styrk vegna bryggjudags sem haldinn var þann 21.maí sl.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir að veita handknattleiksdeild ÍBV íþróttafélags 400.000 kr. styrk vegna Bryggjudaga.
3. 201911080 - Orkuskipti í höfnum
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur ákveðið að veita Vestmannaeyjahöfn styrk að upphæð 3,4 milljónir vegna lagfæringa á rafmagnstengingum á hafnarsvæðinu
4. 202005141 - Gatnaframkvæmdir 2020
Farið yfir helstu framkvæmdir í gatnagerð á árinu 2020, en reiknað er með að malbikun hefjist 20.júní. Stærstu verkefni í malbikun eru Helgafellsbraut og Heimagata auk Dalvegar og Hamarsvegar að hluta.
5. 201910160 - Skipalyftukantur, endurnýjun 2019-2020
Framkvæmdastjóri greindi frá töfum sem hafa orðið á komu verktaka vegna þilreksturs á Skipalyftukanti. Upphaflega var áætlað að hefja verkið í apríl en vegna seinkunnar annarra verka verktakans og kórónuveirufaraldur mun komu verktaka seinka fram í júní.
6. 202004067 - Þróun og framtíðarsýn Vestmannaeyjahafnar
Umræða um framtíðarskipulag Vestmannaeyjahafnar en ráðið átti fund með fulltrúum siglingasviðs Vegagerðarinnar varðandi möguleika Vestmannaeyjahafnar til að taka við stærri skipum. Skoðaðir verða nokkrir möguleikar varðandi framtíðarskipulag.

Niðurstaða
Ráðið bendir á að skv. gildandi Aðalskipulagi sem samþykkt var árið 2018 er gert ráð fyrir stórskipakanti norðan Eiðis og i Skansfjöru.
Ráðið leggur áherslu á að þessir möguleikar séu skoðaðir til hlítar þannig að hagsmunir Vestmannaeyja verði tryggðir til framtíðar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:40 

Til baka Prenta