Fundargerðir

Til baka Prenta
Fjölskyldu- og tómstundaráð Vestmannaeyja - 289

Haldinn Í fundarsal Fjölskyldu- og fræðslusviðs við Kirkjuveg,
14.03.2023 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Hrefna Jónsdóttir aðalmaður,
Hildur Rún Róbertsdóttir formaður,
Gísli Stefánsson varaformaður,
Óskar Jósúason aðalmaður,
Sonja Andrésdóttir aðalmaður,
Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Silja Rós Guðjónsdóttir starfsmaður sviðs, Thelma Rós Tómasdóttir starfsmaður sviðs.
Fundargerð ritaði: Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs
Thelma Rós Tómasdóttir sat fundinn í 1. og 2. máli.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 201910049 - Öldrunarþjónusta Vestmannaeyjabæjar
Kynning á fyrstu drögum starfshóps að heilstæðri framtíðarsýn um öldrunarmál í Vestmannaeyjum.

Niðurstaða
Fjölskyldu- og tómstundaráð Vestmannaeyjabæjar lagði til í maí 2022 að stofnaður verði starfshópur til að vinna drög að heilstæðri framtíðarsýn um öldrunarmál í Vestmannaeyjum. Hópurinn hefur lagt fram fyrstu en ekki endanleg drög til kynningar. Ráðið þakkar kynninguna og felur starfshópnum að bera drögin undir Öldrunarráð Vestmannaeyja til umsagnar áður en starfshópurinn skilar af sér endanlegri niðurstöðu.
2. 202303006 - Þátttaka í þróunarverkefni um þjónustu við eldra fólk í heimahúsi
Lagt er til að Vestmannaeyjabær sæki um að hefja þróunarverkefni í samstarfi við ríkið þar sem félags- og heilbrigðisþjónusta sem veitt er eldra fólki í heimahúsi verði samþætt undir sameiginlegri mannafla- og fjármálastjórn. Markmiðið er að eldra fólk fái markvissa og samfellda þjónustu heim.

Niðurstaða
Ráðið fagnar hugmyndinni og samþykkir að sótt verði um hefja þróunarverkefni í samstarfi við ríkið um umrætt verkefni. Ráðið telur mikilvægt að styrkja alla þá þjónustu sem veitt er og gera hana markvissa og samfellda.
3. 200704148 - Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð.
Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

Niðurstaða
Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.
4. 201701068 - Barnaverndarmál - almennt
Silja Rós Guðjónsdóttir umsjónarfélagsráðgjafi gerir grein fyrir stöðu barnaverndarmála árið 2022.

Niðurstaða
Tilkynningum árið 2022 voru 197 og fækkaði um 8% á milli ára. Í ár hafa orðið miklar breytingar á barnaverndarlögum auk annarri þjónustu svo sem um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Breytt barnaverndarlög kalla á breytt verklag. Vestmannaeyjabær starfrækir eignin barnaverndarþjónustu skv. nýju lögunum. Það sem af er árinu 2023 hafa borist 68 tilkynningar. Ráðið þakkar kynninguna.
5. 202009048 - Upplýsingar um stöðu fjárhagsaðstoðar Vestmannaeyjabæjar
Silja Rós Guðjónsdóttir umsjónarfélagsráðgjafi gerir grein fyrir stöðu fjárhagsaðstoðar árið 2022.

Niðurstaða
Kostnaðar Vestmannaeyjabæjar vegna framfærsluaðstoðar lækkaði á milli áranna 2021 og 2022 um 39%. Helsta ástæða þess var markviss vinna við að aðstoða vinnufæra aðila í vinnu/virkni og þeim sem eru óvinnufærir í endurhæfingu/örorku. Við þetta fækkaði aðilum sem voru á endurtekinni framfærsluaðstoð. Atvinnuátak, gott samstarf við Vinnumálastofnun, stofnanir og fyrirtæki hjálpuðu mikið til. Ráðið þakkar kynninguna og fagnar þessu markvissa átaki sem hjálpað hefur mörgum við að bæta félagslega- og fjárhagslega stöðu þeirra.
6. 200809002 - Jafnréttisáætlun Vestmannaeyjabæjar
Framhald af 5. máli 288. fundar ráðsins.

Niðurstaða
Fjölskyldu- og tómstundaráð samþykkir að stofna starfshóp sem vinnur að gerð nýrrar jafnréttisáætlunar og óskar eftir aðkomu Bæjarráðs og starfsmönnum frá stjórnsýslu- og fjármálasviðs. Ráðið leggur til að í starfshópnum verði einn fulltrúi frá Fjölskyldu- og tómstundaráði (Hildur Róbertsdóttir, formaður ráðsins), einn frá Bæjarráði, framkvæmdastjórar fjölskyldu- og fræðslusviðs og stjórnsýslu- og fjármálasviðs og mannauðsstjóri.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:11 

Til baka Prenta