22. júní 2022

Út í sumarið, félagsstarf fyrir eldri borgara í Vestmannaeyjum

Næsti viðburður verður miðvikudaginn 29. Júní og verður auglýstur þegar nær dregur. Endilega takið daginn frá. 

Fyrsti viðburður ,,Út í sumarið“ byrjaði á Skansinum. Þar sagði Gunnar Ingi hjá Viking Tours okkur frá fyrirtækinu og hvernig það er búið að vaxa að undanförnu. Einnig sagði hann okkur margar skemmtilegar sögur og var mikið hlegið. Veðrið lék við okkur og var gengið frá Skansinum og niður á Vigt með viðkomu í Visku. Í Visku var skoðaður gamall árabátur og farið yfir sögur frá þessum tíma og þær breytingar sem hafa átt sér stað. Eftir þetta var vel tekið á móti okkur á Vigtin Bakhús þar sem boðið var upp á kaffi, dýrindis nýbakaðar kleinur, vínarbrauð og skemmtilegt spjall. Rúmlega 30 manns tóku þátt í viðburðinum.

 

  • Ut-i-sumarid1_1655897085504
  • Ut-i-sumarid2