6. mars 2024

Umsjónarmaður Frístundar

Frístundaverið óskar eftir því að ráða einstakling til að vera með umsjón með lengdri viðveru grunnskólabarna (1. -4. bekk), Frístund.

Staðan er laus frá 1. júní 2024. Starfshlutfall er 90%, með sveigjanlegum vinnutíma (á tímabilinu 9:00-16:30). Frístund er opin á starfstíma skóla og sumarfrístund er starfrækt í júní og júlí.

Markmið starfsins er að bjóða upp á öruggt og fjölbreytt eftirskólaúrræði.

Starfsmaður hefur umsjón með frístund í Hamarsskóla undir stjórn skólastjóra. Starfsmaður er með viðvarandi verkstjórn annars starfsfólks.

Hæfnikröfur:

  • Sérhæfð þekking til viðbótar við stúdentspróf eða sambærileg menntun á sviði uppeldis- og/eða tómstundafræði eða annað sambærilegt nám sem nýtist í starfi. Reynsla af starfi með börnum er mikilvæg. Reynsla af stjórnun er kostur.
  • Viðkomandi þarf að vera metnaðarfullur, ábyrgur, áhugasamur, lipur í samskiptum og tilbúinn í samstarf með velferð og þroska nemenda að leiðarljósi.
  • Viðkomandi þarf að hafa hreint sakavottorð.

Helstu verkefni

  • Annast daglegt skipulag frístundaheimilis.
  • Skipuleggur starf frístundaheimilis og fylgir því eftir á starfstíma skóla og sumarfrístund.
  • Annast tilfallandi innkaup.
  • Hefur umsjón með húsnæði frístundaheimilis.
  • Er næsti yfirmaður starfsmanna á Frístund.
  • Vinna með börnun.
  • Almenn umönnun barna.

____________________________________________________________________________

Umsóknarfrestur er til 19. mars nk. Umsóknir skulu berast með tölvupósti á annaros@grv.is.

Umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá og leyfisbréf auk kynningarbréfs þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni í starfið.

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Hvatning er til allra áhugasamra einstaklinga, óháð kyni, til að sækja um starfið skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 15/2020

 

Öllum umsóknum verður svarað þegar tekin hefur verið ákvörðun um ráðningu.

Nánari starfslýsingu og upplýsingar má nálgast hjá skólastjóra Önnu Rós Hallgrímsdóttur í síma 488-2202 eða í tölvupósti annaros@grv.is