2. mars 2024

Skólastjóri Barnaskóla Vestmannaeyja

Vestmannaeyjabær óskar eftir að ráða skólastjóra við Barnaskóla Vestmannaeyja. Leitað er eftir metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn að leiða öflugt skólasamfélag með samstöðu og árangur að leiðarljósi. 

Mikilvægt er að skólastjóri sé tilbúinn til að vinna í góðu samstarfi við skólastjóra Hamarsskóla og deildarstjóra fræðslu- og uppeldismála að því að viðhalda þeim góða skólabrag sem einkennt hefur skólastarf í Vestmannaeyjum.

Ráðið verður í stöðuna frá 1. júní 2024.

Frá og með haustinu 2024 verða starfandi tveir grunnskólar í Vestmannaeyjum, Hamarsskóli með nemendur í 1. – 4. bekk og Barnaskóli Vestmannaeyja með nemendur í 5. – 10. bekk. Nemendur Barnaskóla Vestmannaeyja eru um 300 talsins og starfsmenn um 60. Barnaskóli Vestmannaeyja er elstur skóla í Vestmannaeyjum og hefur starfað samfellt frá árinu 1880.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Veita faglega forystu og leiða í samstarfi skólastjórnenda og skólaskrifstofu þróun skólastarfs í samræmi við skólastefnu sveitarfélagsins og lög um grunnskóla.
  • Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi Barnaskóla Vestmannaeyja.
  • Bera ábyrgð á starfsmannamálum, s.s. ráðningum, starfsþróun og vinnutilhögun.
  • Bera ábyrgð á samstarfi við aðila skólasamfélagsins.

Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Leyfisbréf sem grunnskólakennari og farsæl kennslureynsla í grunnskóla.
  • Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar eða uppeldis- og menntunarfræða og/eða farsæl stjórnunarreynsla.
  • Staðgóð þekkingu á skólamálum í Vestmannaeyjum, þ.m.t. verkefninu Kveikjum neistann.
  • Þekking á uppeldis- og uppbyggingarstefnunni Uppeldi til ábyrgðar.
  • Færni og reynsla í starfsmannastjórnun, stefnumótun og áætlanagerð.
  • Hæfni í samskiptum og metnaður til árangurs.
  • Reynsla í fjármálastjórnun er kostur.
____________________________________________________________________________

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Samninganefndar sveitarfélaga (SNS) og Skólastjórafélags Íslands (SÍ). Næsti yfirmaður er deildarstjóri fræðslu- og uppeldismála.

Umsóknafrestur er til 15.03.2024. Umsóknir óskast sendar á www.hagvangur.is. Með umsókn skal skila starfsferilskrá, nöfnum tveggja umsagnaraðila, stutt kynning á umsækjanda og greinargerð þar sem umsækjandi gerir grein fyrir sýn sinni á skólamál, faglega reynslu og færni sem nýtist í starfi.

Nánari upplýsingar veita: Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar, jonp@vestmannaeyjar.is og Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is.

Vestmannaeyjabær hvetur öll áhugasöm að sækja um starfið óháð kyni. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.