26. febrúar 2021

Skólastarfið í máli og myndum í leikskólanum Sóla það sem af er árinu 2021

Við fengum þær á Sóla til þess að segja okkur aðeins frá starfinu sínu.


1_1614252353208

Í janúar ár hvert gefum við okkur tíma til að ræða eldgosið 1973 á Heimaey, við fáum alltaf jafn góðar móttökur þegar við heimsækjum Eldheima.

 

2_1614252352876

Sjálfbærni hvers kjarna felst m.a. í því að þrífa kjarnann sinn hátt og lágt og það gera allir kjarnar einu sinni í mánuði.

 

  • 3_1614252353125
  • 4_1614252353033
  • 5_1614252352464
  • 6_1614252353129
  • 7_1614252353417

Í hópatímum sem eru tveir á dag á Sóla uppfylla kennarar Kynjanámskrá Hjallastefnunnar sem og Aðalnámskrá leikskóla, kennsla fer fram jafnt úti sem inni og læsi og stærðfræði taka þar sinn tíma því við tökum hlutverk okkar alvarlega þegar kemur að því að byggja sterkan grunn fyrir framtíðina í þeim málum.

 

  • 9_1614252352664
  • 10_1614252352996
  • 11_1614252352344 

 

Við erum ekkert öðruvís en aðrir þegar kemur að bolludegi, sprengidegi og öskudegi. Þetta eru bara dagar sem er mjög skemmtilegt að taka þátt í. Börnin búa til bolluvendi sem þau fara með heim fyrir helgina, einn drengjakjarninn saumaði sér búninga sem heppnaðist einstaklega vel og svo var bara gleði og gaman á öskudeginum þegar við mættum öll í búningum. 

 

  • 12_1614252353561
  • 13-002-

 

Fuglaveitingahús, einn drengjahópur hefur í nokkurn tíma verið að vinna verkefni með kennara sínum tengt fæðu fugla. Þeir fóru í eldhúsið og fengu kornflex, cheerios, perur, döðlur, fuglamat, múslí, hafragraut, brauð og appelsínur. Þeir hafa svo verið að setja mat á fjóra staði á sjúkrahúslóðinni, svo fara þeir upp í brekku og fylgjast með. Þeir fuglar sem hafa verið að mæta eru starri, dúfur og snjótittlingar. Snjótittlingum finnst t.d. gott að fá kornflex en ekki cheerios, dúfurnar vilja helst fuglamat en starrinn borðar fjölbreyttar. En fuglar vilja samt ekki döðlur, perur eða appelsínur svo eitthvað sé nefnt.

14_1614252353247 

Loðnu landað í eyjum, það er fagnaðarefni, Sólapabbi kom og færði okkur nokkrar loðnur til að skoða.

 

 

Hópatímaverkefni geta verið allt mögulegt, þar er bara hugmyndaflug kennarans sem setur mörkin, en myndir segja svo miklu meira en orð…

15_1614252353308

 

Dagur leikskólans 6.febrúar, mynlistasýning í gluggum leikskólans.

 

 

16_1614252352547

Að treysta vinkonu til að mála sig í framan.

 17_1614252352999

Nálægð þegar vinir nudda fætur hvors annars.

18

 

Undirbúningsvinna fyrir gleðiverkefni. Við mælum með að bæjarbúar kíki á trén í Bárugötunni.

19_1614252353330

Vettvangsferð, litlir drengir skoða stórvirkar vinnuvélar.

 

20

Vinanudd

21

Pappírsdansstuð

2322

Afmælisveilsur

 

24-1

Tónlist 1-2 ára

25

 Hvað er betra en að eiga góða vini sem hugga þegar einhver meiðir sig?