2. desember 2020

Nýja slökkvistöðin formlega risin

Í dag urðu tímamót í framkvæmdum að Heiðarvegi 14 þegar fánar voru dregnir að húni en þar með telst nýja slökkvistöðin formlega risin.

Vegna samkomutakmarkana og þess ástands sem nú ríkir í samfélaginu var ákveðið að draga einungis fánana að húni í tilefni dagsins og bíða með formlegan fögnuð þar til betur stendur á og takmörkunum hefur verið aflétt. Skóflustunga að nýrri slökkvistöð var tekin þann 14. mars og fyrsta steypan rann í mótin tveimur mánuðum síðar eða þann 13.maí s.l. Síðasta uppsteypan í byggingunni var svo 13. nóvember þegar steypt var á milli sperra. Uppbyggingin hefur gengið gríðarlega vel hingað til, svo eftir hefur verið tekið. Næstu skref eru að klára að loka þakinu svo innivinna, sem nú þegar er hafin að hluta, geti hafist af fullum krafti.Þetta eru spennandi tímar og verður gaman að fylgjast með þegar þessi nýja og glæsilega aðstaða slökkviliðsins fer að taka á sig endanlega mynd. Innilegar hamingjuóskir með daginn og áfangann Slökkvilið Vestmannaeyja, Vestmannaeyjabær, 2Þ-verktakar og bæjarbúar allir.

Friðrik Páll ArnfinnssonSlökkviliðsstjóri

  • 5
  • 6
  • Slökkvistöð 1
  • 4_1606913188113
  • 3_1606913188384
  • 2_1606913188146