17. mars 2024

Félagsstarf eldri borgara

Mánudaginn 18. mars kl. 14:00 í Kviku.

Steingrímur og Þóranna koma og segja okkur frá ævintýrum sínum í máli og myndum.

Steingrímur og Þóranna hafa farið nokkrar ferðir til Afríku á síðustu árum. Árið 2013 fóru þau í heimsókn til Burkina Faco að skoða starf ABC barnahjálpar. Síðan árið 2015 hafa þau farið fimm sinnum til Keníu í lengri og styttri tíma. Fyrst störfuðu þau sem sjálfboðaliðar hjá hjálparsamtökunum NEW LIFE AFRICA INTERNATIONAL í fátæktarhverfi í Nakuru, sem er borg í tvö þúsund metra hæð í Sigdalnum um 160 km norðan við höfuðborgina Nairobi. Fjölbreytt starf er á svæðinu; kirkja, skóli, leikskóli, saumaskóli, heimili fyrir fátækt börn og kvennaathvarf.Þóranna og Steingrímur hafa undanfarið lagt mesta vinnu í að styðja við kvennaathvarfið. Þau hafa haft tækifæri til að skoða margt í Keníu og lent í mörgum ævintýrum. Þau munu segja frá ýmsu og sýna myndir.