17. september 2021

Dagdvöl aldraðra Vestmannaeyjabæjar óskar eftir starfsmanni

Auglýst er eftir starfsmanni í dagdvöl aldraða. Um er að ræða hlutastarf 37,5% unnin á dagvinnutíma 13-16 alla virka daga með möguleika um hækkandi starfshlutfall. 

Dagdvöl er stuðningsúrræði við þá sem búa í heimahúsum en þurfa að staðaldri eftirlit og umsjá til að geta búið áfram heima. Í dagdvöl er boðið upp á einstaklingsbunda þjónustu byggða á mati á þörfum og byggist á hjálp til sjálfshjálpar. Lagt er upp á mikilvægi þess að virkja einstaklinga í dagdvöl félagslega og í athöfnum daglegs lífs. Markmiðið er að einstaklingum líði vel og fái þá þjónustu sem þau þurfa.

Helstu verkefni:

- Starfsmaður sér um almenna umönnun skjólstæðinga vegna líkamlegra og félagslegra þarfa eftir því sem við á og í samráði við næsta yfirmann

- Starfsmenn dagdvalar aðstoðað skjólstæðinga okkar við böðun og aðra persónulega þjónustu.

- Aðstoða skjólstæðinga við ýmiskonar félagsstarf og tómstundaiðju.

- Létt þrif á aðstöðu dagdvalar til þess að gæta hreinlætis hjá okkur

- Aðstoða við hádegismat og kaffitíma

- Eftirlit með líðan fólks

- Að lokum er helsta verkefnið okkar starfsmanna hér í dagdvöl að láta fólkinu okkar líða vel og taka á móti öllu okkar fólki með hlýju og virðingu.

Hæfniskröfur

- Sjúkraliðamenntun eða sambærileg menntun

- Hefur náð 18 ára aldri

- Hreint sakavottorð

- Er samviskusamur, frumkvæðin og stundvís

Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst

Umsóknarfrestur er til og með 1. okt 2021.

Laun og kjör skv. kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og STAVEY/Drífandi.

Umsóknum ásamt ferilskrá skal skilað á netfangið andreagj@vestmannaeyjar.is merkt ,,Starfsmaður í dagdvöl aldraðra“.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Andrea Guðjóns Jónasdóttir, deildarstjóri dagdvalar í síma 488-2610 / 841-8881 eða andreagj@vestmannaeyjar.is

Hvatning er til allra áhugasamra einstaklinga, óháð kyni, til að sækja um starfið skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 15/2020 og lögum um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019.