Fara í efni

Fréttir

21.12.2010

Dagforeldra vantar til starfa

Ef þú hefur ánægju af að starfa með börnum bendum við á að Vestmannaeyjabær óskar eftir fleiri dagforeldrum til starfa nú þegar til að sinna daggæslu barna í heimahúsi skv. reglugerð um daggæslu barna í heimahúsi. Mikilvægt er að umsækjandi hafi reynslu af börnum og sæki þau námskeið sem í boði eru hverju sinni til að fá tilheyrandi réttindi eins fljótt og unnt er. Nánari upplýsingar er að finna í ofangreindri reglugerð á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar eða Félagsmálaráðuneytinu.
 
Allar upplýsingar veitir leikskólafulltrúi Vestmannaeyjabæjar í síma 488 2000 eða á netfangið ghb@vestmannaeyjar.is
Fréttir
20.12.2010

Íbúavefur Vestmannaeyjabæjar á www.vestmannaeyjar.is

Um næstu áramót mun Vestmannaeyjabær hætta að senda út greiðsluseðla á allar útsendar kröfur á vegum Vestmannaeyjabæjar. .
Fréttir
16.12.2010

Sambýlið 20 ára

 Í tilefni þess að Sambýlið að Vestmannabraut 58b átti tuttugu ára afmæli á árinu bjóða starfsmenn og heimilismenn til kaffisamsætis þann 18. desember næstkomandi milli kl. 14 og 18.
Fréttir
13.12.2010

Framkvæmdum að ljúka við fjölnota íþróttahús

 
Senn fer framkvæmdum að ljúka við fjölnota íþróttahús og er stefnt að því að vígsla hússins fari fram á Þrettándanum. Nú er verið að bera sand á knattspyrnuvöllinn og fara 40 tonn af sandi í þetta verk. Búið er að setja tartan á hlaupabrautir og stökksvæði og á einungis eftir að strika brautirnar.
Fréttir
08.12.2010

Eldvarnavikan 2010.

Eins og undanfarin ár stóð Landssamband slökkviliðs og sjúkraflutningsmanna, fyrir eldvarnaviku í grunnskólum landsins. Sérstök áhersla var lögð á kynningu brunavarna fyrir 8 ára börn og fengu þau sérstakt heimaverkefni til úrlausnar með foreldrum sínum. Lausnir verða síðan metnar, dregið úr réttum lausnum og vegleg verðlaun veitt. ‘I tilefni vikunnar var börnum hér í Eyjum boðið í heimsókn á slökkvistöðina,
Fréttir
07.12.2010

Aðstoðarskólastjórastaða við GRV

Í Grunnskóla Vestmannaeyja er laus til umsóknar staða aðstoðarskólastjóra, frá 1. jan 2011.
Fréttir
01.12.2010

Kvikmyndasamkeppni grunnskólanna

Nemendur í náttúrufræðivali GRV tóku þátt í Kvikmyndasamkeppni grunnskólanna sem haldin var í fyrsta sinn fyrir allt landið nú í haust.
Fréttir
22.11.2010

Fjölnota íþróttahús

Í morgun var hafist handa við að leggja gervigrasmottur á nýtt fjölnota íþróttahús við Hástein, en það er þýska fyrirtækið Polytan sem sér um framkæmdina.
 
Fréttir
19.11.2010

Endurbygging upptökumannvirkja Vestmannaeyjahafnar

Endurbygging upptökumannvirkja Vestmannaeyjahafnar er langt á veg komin.
 
Fréttir
18.11.2010

Tölvustjóri Vestmannaeyjabæjar

Vestmannaeyjabær auglýsir eftir tölvustjóra sem sinnir almennri tölvuþjónustu fyrir Vestmannaeyjabæ, sinnir tölvukerfum, uppbyggingu og viðhaldi þeirra sem og endurnýjun. Einnig skal tölvustjóri hafa umsjón með símkerfi sveitarfélagsins, heimasíðum og kynningu og kennslu til starfsmanna.
 
Fréttir
18.11.2010

Tölvustjóri Vestmannaeyjabæjar

Vestmannaeyjabær auglýsir eftir tölvustjóra sem sinnir almennri tölvuþjónustu fyrir Vestmannaeyjabæ, sinnir tölvukerfum, uppbyggingu og viðhaldi þeirra sem og endurnýjun. Einnig skal tölvustjóri hafa umsjón með símkerfi sveitarfélagsins, heimasíðum og kynningu og kennslu til starfsmanna.
 
Fréttir
16.11.2010

Framlagning kjörskrár vegna stjórnlagaþingskosninga 27. nóvember 2010.

Kjörskráin liggur frammi til sýnis á bæjarskrifstofunum í Ráðhúsinu frá og með 17. nóvember til og með föstudagsins 26. nóvember á almennum skrifstofutíma.
 
                                                                                                         
Fréttir
08.11.2010

Þrettándinn - álfa- og tröllatíð

Góðar hugmyndir og innlegg í dagskrá vel þegnar
 
Komin er nokkurra ára hefð fyrir því að halda þrettándagleði Vestmannaeyja um helgi. Þetta hefur gefist vel og er hátíðin farin að lokka aukin fjölda gesta til Eyja til ánægju og hagsbóta fyrir hátíðina og samfélagið allt. Með samgöngum um Landeyjahöfn gefast enn á ný aukin tækifæri.
 
Nk. þrettándagleði verður haldin föstudaginn 7. janúar 2011. 
 
Fréttir
21.10.2010

Safnahelgin í Vestmannaeyjum 4-8 nóvember 2010

Fimmtudagur 4. nóvember
Kl. 20-22.00 Konukvöld á Volare
Kl. 21.00 Kaffi Kró. Eyjakvöld. Úrval Eyjatónlistarmanna leikur og syngur ný og gömul Eyjalög.
 
Föstudagur 5. nóvember
Kl. 18.00 Stafkirkjan. Formleg setning, séra Kristján Björnsson. Gísli Helgason og Hafsteinn G. Guðfinnsson leika á blokkflautu og gítar.
Kl. 20.00 Sæheimar/Fiska- og náttúrgripasafn – Slökkvistöðin. Erlendur Bogason kafari sýnir ljósmyndir og kvikmyndir teknar neðansjávar..
 
Fréttir
18.10.2010

Umsóknir um rekstrar- og afreksmannastyrki aðildarfélaga ÍBV

Vestmannaeyjabær auglýsir eftir umsóknum um rekstrarstyrk íþróttafélaga fyrir árið 2009 í samráði við Héraðssamband ÍBV til aðildarfélaga þess skv. tillögu Fjölskyldu- og tómstundaráðs.
Fréttir
11.10.2010

Kynning á Lærum og leikum með hljóðin

Fimmtudaginn 14. október verður Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur með opið hús fyrir foreldra, kennara og aðra áhugasama á ,,Lærum og leikum með hljóðin" og fræðsla veitt um framburð og málþroska barna.
Fréttir
23.09.2010

Haustþing 9. deildar

Haustþing 9.deildar í Vestmannaeyjum verður haldið í Eyjum 24.september 2010.
Fréttir
13.09.2010

Tré ársins 2010

Skógræktarfélag Íslands hefur valið „Tré ársins” árið 2010 en það er undraverður álmur (Ulmus glabra) er stendur við Heiðarveg 35 í Vestmannaeyjum.
Er tréð íturvaxið og hefur að geyma all merkilega sögu. Útnefningu sem „Tré ársins“ fær álmurinn fyrst og fremst vegna sérstöðu sinnar þegar haft er í huga hvar á landinu tréð vex. Vestmannaeyjar hafa lengst af ekki verið taldar með heppilegustu vaxtarsvæðum landsins og í raun er það með ólíkindum að tréð hafi lifað af Heimaeyjargosið.
Tréð mun hafa verið gróðursett árið 1945. Húsið sem nú stendur við Heiðarveg 35 er byggt af Ólafi Á. Kristjánssyni og það mun hafa verið kona hans, Marý Friðriksdóttir, sem gróðursetti álminn.
Fréttir
01.09.2010

Rauðagerði frístundamiðstöð

Rauðagerði, frístundamiðstöð opnar 1. september.

Fréttir
19.08.2010

Atvinna - Íþróttamiðstöð

Óskað er eftir starfsmönnum í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja.
Fréttir
09.08.2010

Leikhópurinn Lotta sýnir Hans klaufa á Stakkó

Laugardaginn 14. ágúst sýnir Leikhópurinn Lotta nýjasta verk sitt, Hans klaufa á Stakkó í Vestmannaeyjum
Verkið skirfaði Ljóti hálfvitinn Snæbjörn Ragnarsson en auk Hans klaufa koma við sögu aðrar þekktar persónur úr ævintýraheiminum. Þar má til dæmis nefna Öskubusku og froskaprinsinn.
Fréttir
22.07.2010

Barnaverndarvaktir á Þjóðhátíð

Barnaverndaryfirvöld í Eyjum munu sem fyrr vera með starfandi sérstakar bakvaktir á Þjóðhátíð frá fimmtudagskvöldi til hádegis á mánudag. Starfsmenn fjölskyldu- og fræðslusviðs sinna bakvöktunum og hefur lögregla og gæsluaðilar bakvaktarnúmer þeirra. 
Fréttir
30.06.2010

Vestmannaeyingar fagna því að 37 ár eru liðin frá lokum Heimaeyjargossins með nýju lagi !!!

  Goslokahátíðin í Eyjum er um næstu helgi   2 – 4 júlí
 
 Hjálögð er 3 daga samfelld dagskrá listasýninga, tónleika og dansleikja.
 
Fréttir
29.06.2010

Vestmannaeyjabær óskar eftir börnum til að selja merki Goslokahátíðarinnar

 
 
Vestmannaeyjabær óskar eftir duglegum börnum til þess að selja merki Goslokahátíðarinnar 2010.
Fréttir
25.06.2010

Dagskrá goslokahátíðar 2010

Goslokahátíðin 2010 verður haldin hátíðleg daganna 2.-4 júlí næstkomandi. 
Fréttir
21.06.2010

GOSLOKAHÁTÍÐ 2010

“Efni og andi í byggingarlist” - sýning á verkum Högnu Sigurðardóttur arkitekts, “Vísur úr vísnabókinni” fjölskyldutónleikar Gunnars Þórðarsonar og félaga, ásamt völdu tónlistarfólki úr Eyjum. Frumsamið lag hátíðarinnar, opnun Surtseyjarstofu, stórtónleikar í Höllinni, hefðbundin kvöldhátíð í Skvísusundi, Vulcano Open golfmótið og margt fleira.
Fréttir
21.06.2010

GOSLOKAHÁTÍÐ 2010

“Efni og andi í byggingarlist” - sýning á verkum Högnu Sigurðardóttur arkitekts, “Vísur úr vísnabókinni” fjölskyldutónleikar Gunnars Þórðarsonar og félaga, ásamt völdu tónlistarfólki úr Eyjum. Frumsamið lag hátíðarinnar, opnun Surtseyjarstofu, stórtónleikar í Höllinni, hefðbundin kvöldhátíð í Skvísusundi, Vulcano Open golfmótið og margt fleira.
Fréttir
16.06.2010

Dagskrá 17. júní 2010

Fréttir
08.06.2010

Framkvæmdir í Herjólfsdal

 
Frá vormánuðum hefur Vestmannaeyjabær staðið fyrir framkvæmdum í Herjólfsdal. Fyrst má telja að sléttuð og tyrft hefur verið 1500 fm. tjaldstæðisflöt við Herjólfsbæ og settir upp rafmagnstenglakassar fyrir tjaldsvæðisgesti. .
 
Fréttir
07.06.2010

Sektarlaus vika á Bókasafninu !!

 
  
  

Fram að Þjóðhátíðardegi er sektarlaus vika á Bókasafninu. Bæði er unnt að skila á opnunartíma 10-17 (sumaropnun) eða að setja í póstkassa við anddyri Safnahúss. Nú er um að gera að safna öllum óskilabókunum saman og skila. Engar sektir - ekkert vesen.
 
Fréttir