21.12.2010
Dagforeldra vantar til starfa
Ef þú hefur ánægju af að starfa með börnum bendum við á að Vestmannaeyjabær óskar eftir fleiri dagforeldrum til starfa nú þegar til að sinna daggæslu barna í heimahúsi skv. reglugerð um daggæslu barna í heimahúsi. Mikilvægt er að umsækjandi hafi reynslu af börnum og sæki þau námskeið sem í boði eru hverju sinni til að fá tilheyrandi réttindi eins fljótt og unnt er. Nánari upplýsingar er að finna í ofangreindri reglugerð á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar eða Félagsmálaráðuneytinu.
Allar upplýsingar veitir leikskólafulltrúi Vestmannaeyjabæjar í síma 488 2000 eða á netfangið ghb@vestmannaeyjar.is
Fréttir