Haldið var námskeið með bílaklippuhópnum okkar sem er hluti af liðinu Þessi hópur er kallaður út ef verður umferðaslys eða mengunarslys.Styrmir Sigurðarson var leiðbeinandi á þessu námskeiði. Farið var yfir svokallaða norsku aðferð við að bjarga fólki úr bílflökum.
Slökkviliðsmenn standa vaktir þegar skip frá olíufélögunum með bensínfarm losa hér í Eyjum og var það í 10 skipti á árinu. Við hjá eldvarnaeftirlitinu sjáum um umsagnir til sýslumanns fyrir gististaði, veitingastaði og samkomustaði. þær umsagnir voru 51 á árinu. Gerðar voru 9 brunavarnaskýrslur fyrir stærri byggingar.
Slökkviliðsmenn hittu bæjarbúa á aðventunni og kynntu brunavarnir farið var yfir þá fjóra þætti sem þurfa að vera í lagi í heimahúsum. Reykskynjari, eldvarnateppi, Slökkvitæki og flóttaleiðin. Bæjarbúar tóku þessu framlagi okkar vel
Eins og undanfarin ár tók Slökkvilið Vestmannaeyja þátt í eldvarnaviku Landssambands slökkviliðsmanna á aðventunni.Við fórum á slökkvibílum og sóttum skólabörnin í skólann. Á slökkvistöðinni var farið yfir eldvarnir á heimilum og börnin skoðuðu tæki og tól, þá voru kennarar látnir slökkva eld með eldvarnateppi. Síðan var öllum keyrt á slökkvibíl aftur í skólann.
Vestmannaeyjum 5. Janúar 2011.
Ragnar þór Baldvinsson slökkviliðsstjóri