Fara í efni

Fréttir

heilsuefling, forvarnir, samningur
15.01.2026

Heilsuefling starfsfólks Vestmannaeyjabæjar: Nýtt samstarf við LifeLine Health

Vestmannaeyjabær hefur gert samstarfssamning við LifeLine Health, nýja íslenska heildræna heilsuþjónustu á vegum lækna, um heilsufarsskoðanir og heilsueflingu fyrir starfsfólk bæjarins. Verkefnið fer af stað í febrúar 2026 og er markmiðið með því að styðja við heilbrigði, vellíðan og forvarnir starfsfólks með faglegri og einstaklingsmiðaðri nálgun. Verkefnið í takt við Mannauðsstefnu Vestmannaeyja þar sem rík áhersla er lögð á heilsueflingu, vellíðan og öryggi starfsmanna.

Tilkynningar
14.01.2026

Framkvæmdir í Sundlaug Vestmannaeyjabæjar – Uppfærsla á vatnshreinsikerfi

Í sundlauginni standa nú yfir umfangsmiklar endurbætur á búnaði, sem er upprunalegur, sem miða að því að tryggja betri vatnsgæði og öryggi fyrir alla gesti. Unnið er að uppsetningu á fimm nýjum sandsíum, sem munu gegna lykilhlutverki í hreinsun vatnsins.

Tilkynningar
13.01.2026

Forsetahjón í opinberri heimsókn til Vestmannaeyja – tveir viðburðaríkir dagar

Forsetahjónin voru í opinberri heimsókn í Eyjum dagana 8. og 9. janúar sl. Heimsóknin hófst síðdegis á fimmtudag 8. janúar með stuttri móttökuá Vestmannaeyjaflugvelli.Þar tóku á móti forsetahjónunumfulltrúar Vestmannaeyjabæjar, meðal annars Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri, Páll Magnússon forseti bæjarstjórnar, Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs og Drífa Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs. Tveir fulltrúar yngri kynslóðarinnar afhentu forseta blóm og nemandi úr Tónlistarskóla Vestmannaeyja lék á þverflautu lagið Kvöldsigling eftir Gísla Helgason. 

Fréttir
06.01.2026

Opinber heimsókn

Forsetahjónin Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason munu koma í sína fyrstu opinberu heimsókn til Vestmannaeyja dagana 8. og 9. janúar nk. sem er verulega ánægjulegt.

Tilkynningar
06.01.2026

Leyfum jólaljósunum að loga lengur

Vestmannaeyjabær hvetur bæjarbúa til þess að leyfa jólaljósunum að loga lengur. 

Fréttir
02.01.2026

Elstu Eyjamenn  – Páll í Mörk og Jónína frá Nýborg 

Vestmannaeyjabær óskar tveimur ástsælum Eyjamönnum, Páli Magnúsi Guðjónssyni frá Mörk og Jónínu Einarsdóttur frá Nýborg, innilega til hamingju með afmælin. Þau eru elstu íbúar Vestmannaeyja og hafa bæði átt langa og merkilega ævi í samfélaginu. 

Fréttir
30.12.2025

Flokkun á flugeldasorpi

Vestmannaeyjabær vill vekja athygli á að flugeldasorp á ekki heima í heimilistunnum.

Tilkynningar
flugeldar áramót
30.12.2025

Gengið til góðs

Á því ári sem nú er að líða höfum við að flestu leyti ‘’gengið til góðs götuna fram eftir veg’’ hér í Eyjum.

Fréttir
24.12.2025

Jólakveðja

Ég hef alltaf elskað aðventuna, jólin og stemminguna sem umvefur allt á þessum árstíma. Alveg sérstaklega jólaljósin sem færa okkur birtu og yl á dimmasta tíma ársins.

Fréttir
23.12.2025

Vestmannaeyingar eiga Vestmannaeyjar

Óbyggðanefnd kynnti í gær þann úrskurð sinn að Vestmannaeyjar allar, ásamt öllum skerjum og dröngum, eru eignarlönd og í eigu Eyjamanna sjálfra.

Fréttir
NSL4
22.12.2025

Ný Vatnslögn til Vestmannaeyja – Tillaga á vinnslustigi að breyttu Aðalskipulagi Vestmannaeyja

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti á 1621. fundi sínum þann 25. nóvember 2025 að auglýsa sameiginlega lýsingu og tillögu á vinnslustigi um breytingu á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 vegna nýrrar neðansjávarvatslagnar til Eyja, NSL4. Skipulagstillaga er kynnt sbr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Fréttir
19.12.2025

Jólagjafakort Vestmannaeyjabæjar

Samstarf ungra listamanna og Heimaey vinnu- og hæfingarstöðvar

Fréttir
Kveðja hætta starfslok
17.12.2025

Ellefu starfsmenn Vestmannaeyjabæjar kvaddir

Fyrr í vikunni bauð Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, starfsfólki sem látið hefur af störfum á árinu vegna aldurs til samverustundar í Ráðhúsinu.

Fréttir
15.12.2025

Strandvegur 44 – Tillaga að breyttu deiliskipulagi Hafnarsvæðis H-1 Vestmannaeyjum

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 25. nóvember 2025 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulag Hafnarsvæðis H-1 og Miðsvæðis M-1 norðan Strandvegar vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar við Strandveg 44. 
Tillaga að breyttu deiliskipulagi er auglýst skv. 31. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. 

Fréttir
11.12.2025

Seinkun á útkeyrslu matar

Tilkynningar
08.12.2025

Hæfileikaríkir krakkar í Skjálfta á Suðurlandi

Hugrakkt og hæfileikaríkt ungt fólk í Skjálftanum 2025 á Suðurlandi

Fréttir
04.12.2025

Skipulagsáætlanir vegna stækkunar fiskeldis í Viðlagafjöru – Kynning á vinnslustigi

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 25. nóvember 2025 að fela skipulagsfulltrúa að kynna á vinnslustigi tillögu að breyttu Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 skv. skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og tillögu að breyttu Deiliskipulagi iðnaðarsvæðis við Viðlagafjöru skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fréttir
03.12.2025

Tólf verkefni hlutu styrk úr fyrri úthlutun ,,Viltu hafa áhrif 2026?"

Miðvikudaginn 3. desember undirrituðu Drífa Gunnarsdóttir, framkvæmdarstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs og Hrefna Jónsdóttir, formaður fjölskyldu- og tómstundaráðs samninga við styrkþega um fjárstyrk vegna verkefna sem hlutu styrk í tengslum við „Viltu hafa áhrif?“ fyrir fyrri hluta árið 2026. 

Fréttir
03.12.2025

Heimaey hélt glæsilegan jólamarkað – Handverk og hátíðarstemning í fyrirrúmi

Markaðurinn stóð frá kl. 13:00–15:00 og skapaði sannkallaða hátíðarstemningu. Þar gafst gestum tækifæri til að kaupa einstakt handverk sem notendur Heimaey hafa unnið að af mikilli natni og sköpunargleði allt haustið.

Á markaðnum var fjölbreytt úrval fallegra jólaafurða, þar á meðal jólatré úr viði, jólasveina, jólakúlur og merkispjöld. 

Hver vara var unnin af mikilli alúð, og ferlið var bæði skapandi og lærdómsríkt fyrir alla sem komu að því. Myndirnar sýna vel þá gleði og metnað sem einkenndi undirbúninginn – allt frá því að hafist var handa við að saga jólasveina til málunnar á jólakúlum og samsetningar merkispjalda.

Margir létu sjá sig og nutu þess að skoða og kaupa einstakar vörur. Slíkur markaður er ekki aðeins tækifæri til að eignast fallegt handverk heldur einnig til að styðja við mikilvægt starf Heimaey og skapa samfélagslega samveru í aðdraganda jóla.

Fréttir
02.12.2025

Vinna við menningarstefnu Vestmannaeyjabæjar í fullum gangi

Markmiðið er að móta skýra stefnu sem styrkir menningarstarf í Eyjum og tryggir að fjölbreytt sjónarmið samfélagsins fái að njóta sín.

Tilkynningar
01.12.2025

Styrktargjöf Kiwanisklúbbsins Helgafells til Heimaeyjar – framlag til aukins búnaðar

Kiwanisklúbburinn Helgafell veitti Heimaey, vinnu- og hæfingarstöð rausnarlega styrktargjöf á dögunum. 

Fréttir
1 2 3 ... 119