Heilsuefling starfsfólks Vestmannaeyjabæjar: Nýtt samstarf við LifeLine Health
Vestmannaeyjabær hefur gert samstarfssamning við LifeLine Health, nýja íslenska heildræna heilsuþjónustu á vegum lækna, um heilsufarsskoðanir og heilsueflingu fyrir starfsfólk bæjarins. Verkefnið fer af stað í febrúar 2026 og er markmiðið með því að styðja við heilbrigði, vellíðan og forvarnir starfsfólks með faglegri og einstaklingsmiðaðri nálgun. Verkefnið í takt við Mannauðsstefnu Vestmannaeyja þar sem rík áhersla er lögð á heilsueflingu, vellíðan og öryggi starfsmanna.



























