Sá sem gerist dagforeldri þarf að hafa ríka ábyrgðartilfinningu og geta veitt börnunum góða umönnun, öryggi og hlýju. Ekki þarf aðra menntun en námskeið fyrir dagforeldra og þátttöku í skyndihjálparnámskeiðum og annarri fræðslu sem boðið er upp á hverju sinni. Dagforeldri starfar sem sjálfstæður verktaki, en starfsleyfi og eftirlit er í höndum starfsmanna Vestmannaeyjabæjar.
Frekari upplýsingar um störf dagforeldra veitir Erna Jóhannesdóttir fræðslufulltrúi, í síma 488-2000, netfang erna@vestmannaeyjar.is
Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast í þjónustuveri Ráðhússins.
Fjölskyldu- og fræðslusvið Vestmannaeyja