Fara í efni
21.03.2011 Fréttir

Sóparabíll til sölu

Til sölu er sóparabíll af gerðinni Johnston 600 Series, undirvagn Ford Cargo árgerð 1989.
Bíll er ekinn rúma 100 þúsund kílómetra og sóparavélin keyrð rúma 9400 tíma.
Sóparinn er með undirkúst og hliðarkúst á hægri hlið, sem og sogbarka.
Deildu
Tækið er yfirfarið, undir- og hliðarkústar nýþræddir, tveir nýþræddir auka hliðarkústar fylgja.
Tækið hefur alltaf verið vel hirt og fengið reglubundna þjónustu.
Næsta skoðun er í október 2011.
 
Staðsetning tækisins er á starfssvæði Þjónustumiðstöðvar Vestmannaeyja, að Heiðarvegi 14.
Tækið er tilbúið til notkunar og afhendingar.
Verðið er 3 milljón krónur auk vsk.. (nýr kostar um 20 millj. kr. auk vsk.)
Frekari upplýsingar veitir Guðmundur Þ. B. Ólafsson hjá Þjónustumiðstöð Vestmannaeyja, sími 488-2500 og 897-1114.