Nýtt símanúmer hefur veri tekið upp á Hamar hæfingarstöð Búhamri 17. Nýja símanúmerið er 488 2620.
Hlutverk hæfingar er að veita dagþjónustu, hæfingu og/starfsþjálfun í samræmi við áhuga, færni og hæfileika. Markmiðið er að veita fjölbreytt og sveigjanlegt úrræði en jafnframt vinna að atvinnuleit á almennum vinnumarkaði, óski fólk þess og á þess nokkurn kost. Samstarf er um verkefni milli Hamars hæfingarstöðvar og Heimaeyjar verndaðs vinnustaðar. Einnig er samstarf við bókasafnið og eru unnin verkefni í Hamri fyrir safnið. Þá eru ýmis handverk unnin og eru handgerðir munir til sölu í Hamri. Auk atvinnutengdra verkefna er unnið með persónulega umhirðu, heimilishald, félagslega þætti, hreyfingu, tómsdundir og afþreyingu