Sem áður eru allar góðar hugmyndir um innlegg í dagskrána velþegnar
Goslokahátíðin í ár verður haldin helgina 1. – 3. Júlí. Undirbúningur er hafinn, en Margrét Ingólfsdóttir og Kristín Jóhannsdóttir hafa umsjón með framkvæmd hátíðarinnar. Að vanda verður leitast við að hafa dagskrána sem fjölbreyttasta. Þeir sem búa yfir góðum hugmyndum eru hvattir til að koma þeim á framfæri á netföngin kristinj@vestmannaeyjar.is og/eða margret@vestmannaeyjar.is eða í s. 4882000
Hvetjum fólk til að taka helgina frá og þá sem lengra að koma til að fara að huga að ferðum.
Nefndin