Sumarstarf hjá Vestmannaeyjabæ felst aðallega í störfum hjá Þjónustumiðstöð en einnig í flokkstjórastöðu við Vinnuskóla, starfi á gæsluvelli, aðstoð við sumarúrræði vegna fatlaðra barna og önnur þau störf sem til falla hjá Vestmannaeyjabæ. Laun skv. kjarasamningi STAVEY og Vestmannaeyujabæjar. Ráðningartími er frá 1.júní til 20.ágúst eða eftir nánara samkomulagi. Sumarstarfsfólk þarf að vinna á Goslokahátíð og Þjóðhátíð eins og aðrir starfsmenn Vestmannaeyjabæjar eftir fyrirmælum yfirmanns. Athugið að einungis þeir sem lögheimili eiga í Vestmannaeyjum koma til greina í sumarvinnu hjá Vestmannaeyjabæ. Hægt er að sækja um störfin rafrænt á . Einungis er tekið við umsóknum á vefnum./sumarstarf
Nánari upplýsingar eru veittar á Umhverfis- og framkvæmdasviði Vestmannaeyjabæjar í síma 488-2530.