Veittur er 5% staðgreiðsluafsláttur af gjöldunum ef greitt er fyrir föstudaginn 04. febrúar n.k. Þeir sem ætla að staðgreiða vinsamlegast greiðið inn á reikning í Sparisjóði Vestmannaeyja nr. 1167-26-90 kt. 690269-0159. Aðrar upplýsingar vegna fasteignagjaldanna eru veittar í þjónustuveri Ráðhússins sími 488-2000.
Við ákvörðun afsláttar til ellífeyrisþega og öryrkja er stuðst við skattaframtöl ársins 2009 samkvæmt gögnum RSK . Ef miklar breytingar hafa orðið á efnahagslegum högum einstaklinga milli áranna 2009 og 2010 er bent á að hægt er að óska eftir endurmati á fasteignagjöldum. Skila þarf inn skattaframtali ársins 2010 þegar það liggur fyrir í þjónustuver Ráðhússins.