Fara í efni
03.03.2011 Fréttir

Stóra upplestrarkeppnin 2011

Nemendur í  7. bekkjum GRV hafa í allan vetur æft upplestur með kennurum sínum.
Deildu
Í morgun, fimmtudaginn 3. mars  fóru fram undanúrslit þar sem þrír nemendur og einn varamaður  voru valdir til að fara og taka þátt í lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar á Hellu seinna í mánuðinum. Nemendur lásu kafla úr sögu eftir Ármann Kr. Einarsson. Því næst lásu allir ljóð úr ljóðasafni Þorsteins frá Hamri og loks lásu nemendur ljóð að eigin vali. Allir ellefu  þátttakendurnir stóðu sig með mikilli prýði og voru dómarar ekki  öfundsverðir af hlutverki  sínu.    Nemendurnir sem völdust til að keppa fyrir hönd GRV eru Ásgeir Elíasson, Berglind Sigmarsdóttir, Gígja Sunneva Bjarnadóttir og  Logi Snædal Jónsson.  Í hléi bauð verslunin Vöruval upp á ávaxtabakka   og nemendur 7. bekkjar buðu upp á nýbakaðar múffur og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir. Nemendum 7. bekkjar, bæði lesurum og þeim sem á hlýddu, eru færðar þakkir fyrir gott hljóð og prúðmannlega framkomu. Dómarar fá þakkir fyrir þeirra mikilvæga hlutverk .  Jafnframt  eru foreldrum, kennurum og stjórnendum GRV   sendar  hamingjuóskir með þennan frábæra hóp sem  7. bekkurinn er. 
f.h. fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyja
Erna Jóhannesdóttir
fræðslufulltrúi