Fara í efni
15.04.2011 Fréttir

SUMARDAGURINN FYRSTI OG PÁSKAHELGIN

  - Vestmannaeyjabær - Leikfélag Vestmannaeyja – Skátafélagið FAXI
 
Deildu
 
21. apríl     Skírdagur – Sumardagurinn fyrsti  
Kl. 11.00 Bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2011
 heiðraður í Listaskóla Vestmannaeyja. Félagar úr Lúðrasveit Vestmannaeyja leika við athöfnina.
 
Kl. 12. 00 – 17.00  Einarsstofa – Sýning og kynning á listamanninum Axel Einarssyni
 
Komið saman 13.45 við Ráðhúsið.
Skrúðganga  með Lúðrasveit Vestmannaeyja og Skátafélaginu FAXA...
Gengið í Íþróttamiðstöðina  þar sem við tekur sumargleði  
Leikfélag Vestmannaeyja, Skátarnir og fleiri  bjóða gleðilegt sumar
Mamma Mía stjörnur og Skari úr Konungi ljónanna
Unglingahljómsveitirnar SÚR og Vangaveltur  
 
Kl.  20.00 Leikfélag Vestmannaeyja Mamma Mía.
 
22. apríl  Föstudagurinn langi
Kl. 12. 00 – 17.00  Einarsstofa – Sýning og kynning á listamanninum Axel Einarssyni
20.00 Leikfélag Vestmannaeyja Mamma Mía.
 
23. apríl laugardagur
Kl. 12. 00 – 17.00  Einarsstofa – Sýning og kynning á listamanninum Axel Einarssyni
20.00 Leikfélag Vestmannaeyja Mamma Mía.
 
24. apríl   Páskadagur
 
Árleg páskaganga verður á páskadag - !!
 
 
Hin hefðbundna páskaganga verður að þessu sinni á páskadag  kl 14.00. 
 
Göngufólk hittist á útsýnispallinum á nýja hrauninu (gengt Sorpu).
Kristján Egilsson stýrir  göngunni.
 
Gengið verður að vanda í Páskahelli.
 
 
Hvetjum göngufólk til að fjölmenna  !!
 
 
23. apríl 2. í páskum
Kl. 12. 00 – 17.00  Einarsstofa – Sýning og kynning á listamanninum Axel Einarssyni
 
Gleðilega páska !! 
 
Sýning í Einarsstofu
Axel Einarsson listamaður fæddist í Vestmannaeyjum 16. nóvember 1896 og andaðist í Reykjavík 1974. Hópur einstaklinga vinnur nú að því að draga þenna gleymda snilling fram í dagsljósið. Um páskana verða nokkrar myndir eftir Axel sýndar í Einarsstofu í Safnahúsinu og jafnframt hefst formlega skipuleg leit að verkum eftir hann. Við biðjum alla þá sem eiga verk eftir Axel að hafa samband við okkur með því að koma á sýninguna.