Fara í efni
20.01.2011 Fréttir

Deiliskipulagstillaga - miðhluti hafnarsvæðis.

Tillagan var samþykkt til auglýsingar í umhverfis-og skipulagsráði 18. nóvember 2010 og í bæjarstjórn 9. desember 2010.
Bæjarstjórn Vestmannaeyja auglýsir hér með tillögu á deiliskipulagi, samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan að deiliskipulagi er í samræmi við gildandi aðalskipulag Vestmannaeyja 2002-2014, sem staðfest var 10. janúar 2005.
Deildu
 
Deiliskipulag þetta tekur til miðhluta hafnarsvæðis og er ætlað að marka skýra framtíðarsýn fyrir uppbyggingu gömlu hafnarinnar til langs tíma litið og stuðla að betri tengingu hafnar og miðbæjar. Deiliskipulagið setur fram markmið fyrir þá fjölmörgu þætti sem þarf að samstilla til að úr verði heildstætt aðlaðandi umhverfi um leið og það þjónar undirstöðu atvinnuvegum Vestmannaeyja. Deiliskipulagið hefur því að geyma stefnumótandi áherslur, leiðbeinandi og bindandi, um einkenni byggðar, almenningsrými, samgöngur og byggingarreiti.
Skipulagstillagan er sett fram í deiliskipulagsgreinagerð og á deiliskipulagsuppdrætti. Einnig fylgir með skýringaruppdráttur með tillögur um umferðarflæði á Básaskersbryggju.
 
Deiliskipulagstillagan verður auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga á tímabilinu 19. janúar 2011 til 16. febrúar 2011. Deiliskipulagið liggur frammi í safnahúsi Ráðshúströð, hjá umhverfis- og framkvæmdasviði Vestmannaeyjabæjar að Tangagötu 1, 2. hæð og á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar, www.vestmannaeyjar.is.
Frestur til að skila inn skriflegum athugasemdum er til 2. mars 2011. Skila skal inn athugasemdum til skipulags- og byggingarfulltrúa, Tangagötu 1, 900 Vestmannaeyjar. Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við breytingartillöguna fyrir tilskilinn frest telst samþykkur henni.
Til þess að skoða tillögurnar smellið á vikomandi viðhengi.
 
 
Sigurður Smári Benónýsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi