Fara í efni

Fréttir

17.12.2008

Íþróttamiðstöðin í Vestmannaeyjum

Sundlaug-Útisvæði
Jarðvinna
Tilboð óskast í jarðvinnu við útisvæði sundlaugarinnar í Vestmannaeyjum. Gögn fást afhent hjá Björgvin Björgvinssyni tæknifræðingi hjá TPZ, Kirkjuvegi 23, sími 481-2711 frá og með föstudeginum 19. desember 2008.

Fréttir
09.12.2008

Krásir - matur úr héraði

Impra á Nýsköpunarmiðstöð og Ferðamálastofa óska eftir umsóknum um þátttöku í verkefninu Krásir sem er fræðslu og þróunarverkefni í svæðisbundinni matargerð. Í verkefnin verður boðið upp á fræðslu auk faglegs og fjárhagslegs stuðnings við þróun og sölu matvæla.
Umsóknarfrestur er til og með 12. janúar 2009
Þátttaka í verkefninu er opin einstaklingum og litlum fyrirtækjum á landsbyggðinni, eða samstarfshópum einstaklinga og lítilla fyrirtækja, sem óska eftir að vinna saman við þróun á matvörum. Matvörurnar þurfa að vera ákveðin nýjung, en hafa um leið sterka skírskotun til viðkomandi svæða eða menningar. Verkefnin þurfa einnig að vera í sterkum tengslum við ferðaþjónustu, t.d. með sölu beint til ferðamanna, á sveitahótelum, gististöðum eða í veitingahúsum á landsbyggðinni.
Fréttir
04.12.2008

Þrettándagleði ÍBV

Lokaákvörðun er komin á dagsetningu þrettándagleðinnar

Fréttir
24.11.2008

Eldvarnavikan 2008.

Eins og undanfarin ár stóð Landssamband slökkviliðs og sjúkraflutningsmanna fyrir eldvarnaviku í grunnskólum landsins. Sérstök áhersla var lögð á kynningu brunavarna fyrir 8 ára börn og fengu þau sérstakt heimaverkefni til úrlausnar með foreldrum sínum.
Fréttir
19.11.2008

Skóflustunga tekin að nýju útisvæði við sundlaugina

Mánudaginn 17 nóv. var tekin fyrsta skóflustunga að nýju og glæsilegu útisvæði við sundlaug Vestmannaeyja. Búið er að fullhanna svæðið og verða m.a. tvær stórar rennibrautir á svæðinu, tvær barna rennibrautir, sólbaðslaug, vaðlaug, þrír heitir pottar og sérstakt barnasvæði. Svæðið er hannað af Pétri Jónssyni landslagsarkitekt í samvinnu við vinnuhóp Vestmannaeyjabæjar.
Fréttir
18.11.2008

Þjónustugæði í ferðaþjónustu

Impra á Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur nú sett á vefinn nýtt vefnám um þjónustugæði fyrir ferðaþjónustufyrirtæki og starfsmenn þeirra. Að ýmsu þarf að huga þegar grunnur er lagður að rekstri fyrirtækja og eitt af því allra mikilvægasta eru þjónustugæði. Vefnám Impru í þjónustugæðum í ferðaþjónustu fjallar um grundvallaratriði þjónustugæða á hnitmiðaðan og aðgengilegan hátt.
Fréttir
14.11.2008

Opnun Ingólfsstofu

Í tilefni af 10 ára ártíð Ingólfs Guðjónssonar frá Oddsstöðum, sunnudaginn 16. nóvember nk., verður opnuð sérstök Ingólfsstofa í Bókasafni Vestmannaeyja.

Fréttir
11.11.2008

Opnun tilboða í fjölnota íþróttahúss

Tilboð voru opnuð í byggingu fjölnota íþróttahúss við Hásteinsvöll í Vestmananaeyjum.
Fréttir
06.11.2008

Forvarnardagurinn 2008

Forvarnardagurinn verður haldinn í þriðja sinn næstkomandi, fimmtudag, 6. nóvember, um land allt. Forvarnardagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga, Íþrótta- og ólympíusamband Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Ungmennafélag Íslands, ÍSÍ, auk Reykjavíkurborgar, Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík. Actavis er aðalstyrktaraðili dagsins.

Fréttir
05.11.2008

Vestmannaeyjar. Safnahelgin í Eyjum

Föstudagur 7. nóvember 

Kl. 18:00 Skansinn. Stafkirkja. Séra Kristján Björnsson setur hátíðina.
Tónlistaratriði - Gerður Bolladóttir syngur.


Kl. 18:00 "Stíll 2008 - Framtíðin" undankeppni. Í sal Barnaskólans. Keppni félagsmiðstöðva í fatahönnun, förðun og hárgreiðslu.


Kl. 20:00 Fiska- og náttúrugripasafn: Opnun á sýningunni „Sambýli manns og lunda."
Afhending verðlauna í hugmyndasamkeppni um pysjuhótel.

Fréttir
05.11.2008

Tillaga Fríðu Sigurðardóttur að menningarhúsi

Fríða Sigurðardóttir, arkitekt FAÍ, mun kynna fyrir Eyjamönnum tillögu sína að menningarhúsi þann 10. nóvember n.k. Verkefnið var lokaverkefni hennar í Mastersnámi í Arkitektúr Savannah College of Art and Design í Bandaríkjunum.
Fréttir
24.10.2008

Hættusvæði

Ástæða þykir til að vara við svæði við Urðarvita sem er orðið hættulegt vegna sprungna sem eru undir yfirborðinu. Fólk er beðið að fara varlega í kringum þetta svæði.
Fréttir
15.10.2008

Ráðgjafatorg Vestmannaeyja

Vestmannaeyjabær, Sparisjóður Vestmannaeyja og Deloitte endurskoðun bjóða upp á fjármálaráðgjöf til fyrirtækja, einstaklinga og heimila næstu daga.
Fréttir
07.10.2008

Breytingar á búningsklefum í Sundlaug Vestmannaeyja

Vestmannaeyjabær óskar eftir áhugasömum aðila til að taka að sér breytingar á búningsklefum sundlaugarinnar í Vestmannaeyjum
Fréttir
02.10.2008

Auglýsing um skipulag

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum þann 25. september sl. að auglýsa breytingu á deiliskipulagi miðbæjar, í samræmi við 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum.

Fréttir
29.09.2008

Kynningarfundir um nýja menntastefnu.

Í kjölfar Menntaþings stendur menntamálaráðuneytið fyrir kynningarfundum um nýja menntastefnu um land allt í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga og Heimili og skóla. Kynningarfundur verður í Vestmannaeyjum 17. nóvember n.k.

Fréttir
18.09.2008

Umhverfisviðurkenningar 2008

Fyrirtæki og húseignir sem valdar voru af Umhvefisnefnd og Rotaryklúbbi Vestmannaeyja.
Fyrir vel heppnaðar endurbætur á húseign: Helga Jónsdóttir og Arnór Hermannsson, Vestmannabraut 69

Fréttir
16.09.2008

Endurvinnsluvika haldin í fyrsta sinn á Íslandi: Um 91% Íslendinga flokka sorp til endurvinnslu

Reykjavík, 15. september 2008
Samkvæmt nýrri könnun sem Capacent gerði fyrir Úrvinnslusjóð flokka tæplega 91% Íslendinga sorp til endurvinnslu. Nær 19% segjast gera það alltaf og um 37% oft. Um 35% segjast flokka sorp stundum eða sjaldan. Hlutfall þeirra sem flokka sorp til endurvinnslu hefur hækkað frá síðustu mælingu árið 2006, þegar um 84% sögðust flokka sorp.

Fréttir
12.09.2008

Endurvinnsluvika 15. til 19. september 2008

Vikuna 12.-19. september verður haldin endurvinnsluvika í fyrsta sinn á Íslandi.
Að átakinu stendur Úrvinnslusjóður í samvinnu við umhverfisráðuneyti, menntamálaráðuneyti, Sorpu, Gámaþjónustuna, Íslenska gámafélagið og Endurvinnsluna. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra mun setja endurvinnsluvikuna 12. september.

Fréttir
11.09.2008

ÚTBOÐ FJÖLNOTA ÍÞRÓTTAHÚS

Umhverfis- og Framkvæmdasvið Vestmannaeyjabæjar fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar auglýsir eftir tilboðum í Fjölnota íþróttahús ásamt búnaði.

Fréttir
01.09.2008

Fyrstu máltíðirnar frá Einsa kalda í Grunnskóla Vestmannaeyja.

Fyrsta máltíðin frá Einsa kalda var afgreidd í dag, mánudaginn 1. september. Greinilegt var að nemendur kunnu vel að meta ljúffengan fisk, soðnar kartöflur og grænmeti sem var í boði.

Fréttir
27.08.2008

Störf í Frístundaveri

Laus eru til umsóknar 30- 40 % störf í Frístundaveri. Ráðningartíminn er til 5. júní 2009. Starfstími eftir hádegi. Laun eru samkvæmt kjarasamningum STAVEY og Vestmannaeyjabæjar. Umsóknum skal skila í þjónustuver Ráðhússins.

Fréttir
21.08.2008

Skólastarf að hefjast

Að venju mun umferð bæði gangandi og akandi vegfarenda aukast verulega þegar skólastarf hefst og því eru forráðamenn beðnir að fara yfir gönguleiðir með börnum sínum og velja með þeim heppilegustu leiðirnar í skólann.

Fréttir
07.08.2008

Breyting á veiðitímabili lunda sumarið 2008

Veiðitímabili lunda lauk þann 10.ágúst 2008 kl.20.00
Fréttir
15.07.2008

Laus störf í frístundaveri veturinn 2008-2009

Umsóknarfrestur er til 25. júlí. Laus eru til umsóknar 40-50 % störf í frístundaveri. Ráðningartíminn er 20. ágúst 2008 - 5. júní 2009. Starfstími að mestu eftir hádegi. Laun eru samkvæmt kjarasamningum STAVEY og Vestmannaeyjabæjar.
Fréttir
09.07.2008

Auglýsing frá fjölskyldu- og fræðslusviði vegna frístundavers:

Frístundaver opnar um leið og grunnskólinn byrjar og verður opið eftir hádegið alla virka daga skólaársins frá kl. 12.30 til kl. 17.00. Fötluð börn og börn í 1. bekk hafa forgang.

Fréttir
08.07.2008

Starfshópur um goslokahátíð þakkar gestum hátíðarinnar fyrir ánægulegar samverustundir um helgina.

Við erum afar ánægð með hvað andinn á hátíðinni var góður. Þetta þökkum við bæjarbúum og gestum, sem sóttu af krafti alla dagskrárliði hátíðarinnar með gleðina og góða skapið í fyrirrúmi. Þrátt fyrir mikið fjölmenni í Skvísusundi fór allt vel fram.
Fréttir
01.07.2008

Reglur um nytjar á lunda árið 2008

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að eftirfarandi reglur verði viðhafðar varðandi nytjar á lunda í Vestmannaeyjum. Um er að ræða tilraun til að bregðast við slæmum varpárangri lundastofnsins í Vestmannaeyjum á undaförnum árum og um leið að styðja við eftirlit og rannsóknir á stofninum.
Fréttir
27.06.2008

Dagskrá goslokahátíðar

Hannað hefur verið merki goslokahátíðar og hvetur goslokanefnd Vestmannaeyinga til að virkja vörumerkið og skreyta með því hús sín og nánasta umhverfi í tilefni hátíðarinnar. Goslokanefnd óskar öllum gestum hátíðarinnar góðrar skemmtunar.
Fréttir