Fara í efni
05.03.2009 Fréttir

Námskeið fyrir starfandi og verðandi dagforeldra í Vestmannaeyjum

Réttinda og endurmenntunarnámskeið fyrir dagforeldra hefst mánudaginn 9.mars 2009 á vegum Fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar.

Deildu

Skráning og nánari upplýsingar fást í þjónustuveri Ráðhússins við Ráðhúströð Vestmannaeyjum.

Skráningu lýkur mánudaginn 9.mars kl.14.00

 

Ath. í 13.grein í reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum frá 5.október 2005 segir m.a.
2. Námskeið.
Skilyrði fyrir veitingu leyfis í upphafi er að umsækjandi hafi sótt námskeið sbr. 20.gr. Heimilt er að veita undanþágu frá því skilyrði ef umsækjandi hefur menntum á sviði uppeldismála sem félagsmálanefnd metur fullnægjandi.

Fyrir hönd fjölskyldu- og fræðslusviðs

Guðrún Helga Bjarnadóttir leikskóla- og daggæslufulltrúi. ghb@vestmannaeyjar.is,