Fara í efni
28.04.2009 Fréttir

Vestmannaeyjahöfn auglýsir

Í tengslum við árlegt hreinsunarátak Vestmannaeyjabæjar og hreinsunardaga 2. til 9. maí nk.vekur Vestmannaeyjahöfn athygli viðkomandi aðila á eftirfarandi:
Þeir aðilar, sem eiga eða telja sig eiga eitthvað á hafnarsvæðinu og ekki er innan leigulóðar eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við hafnarstarfsmenn tímalega fyrir 9. mai 2009 og ganga frá sínum málum.
Deildu

Eftir þann tíma verður óskiladót fjarlægt af hafnarsvæðinu og því komið í geymslu þar sem hægt verður að nálgast það gegn greiðslu geymslugjalds og kostnaðar.

Hafnarstjóri