Fara í efni
22.05.2009 Fréttir

Fjölskylduhelgin 2009

Um hvítasunnuna verður Fjölskylduhelgin í Vestmannaeyjum haldin í fimmta sinn.

Deildu

Hefur hún vaxið með ári hverju. Markmið helgarinnar er að hvetja fjölskyldur til aukinnar samvistar og hafa gaman saman. Fjölbreytt afþreying verður í boði um helgina, öll með því markmiði að fjölskyldur geti notið þess að vera saman og gera skemmtilega hluti.

Sem fyrr, fær hvert heimili vegabréf í hendur og fyrir hvern dagskrárlið sem fjölskyldan tekur þátt í fær hún stimpil í vegabréfið. Þeir sem skila inn vegabréfum með 5 eða fleiri staðfestum atburðum eiga möguleika á aðalvinningi en allir sem skila inn vegabréfi eiga möguleika á aukavinningi. Eru vegabréfin væntanleg í hús fljótlega í næstu viku. Af nógu er að taka og ættu allir að finna afþreyingu við sitt hæfi þessa helgi.

Ljósmyndasamkeppni verður þessa helgi, og er þemað "fjölskyldan". Hægt verður að senda myndir inn á netfangið fjolskylduhelgi@gmail.com. Veitt verða verðlaun fyrir þrjár flottar myndir.

Fjölskyldu -og fræðslusvið Vestmannaeyja