Í stærðfræðinni er staðan enn betri. Þar er nágrenni Reykjavíkur með hæsta meðaltalið, 7,1 og landsmeðaltal er 6,8. Nemendur okkar í 4.bekk eru hins vegar með 7,2 í meðaleinkunn og sitja því á toppnum að þessu sinni. Níu nemendur voru með einkunnir á bilinu 9,0-10,0. Þetta verður að teljast glæsilegur árangur og við erum afar ánægð með hann.
Í 7. bekk er meðaltalið í Grunnskóla Vestmannaeyja í stærðfræði 6,2 og í íslensku 6,5. Landsmeðaltalið er 6,5 í stærðfræði og 7,1 í íslensku. Vissulega hefði verið gaman að sjá þessar tölur hærri, en góðu fréttirnar eru að þessi nemendahópur er að sækja í sig veðrið. Þannig hafa 67% þeirra hækkað raðeinkunn sína, í stærðfræði, frá því í 4. bekk. Það þýðir að þeir nemendur eru að standa sig betur miðað við jafnaldra sína nú en þeir gerðu fyrir þremur árum. Margir eru að standa sig mjög vel og nefna má að af þeim 64 nemendum sem tóku stærðfræðiprófið eru átta með einkunnir á bilinu 9,0-10,0. Í íslenskunni er staðan ekki alveg eins góð. Það lítum við á sem ögrandi verkefni og stefnum ótrauð á að gera betur á komandi misserum.
Fanney Ásgeirsdóttir skólastjóri GRV