Fara í efni
06.04.2009 Fréttir

Staða safnstjóra við Byggða- og ljósmyndasafns Vestmannaeyja

Staða safnstjóra við Byggða-  og sjósmyndasafns Vestmannaeyja er laus til umsóknar.

Stjórn Byggða- og ljósmyndasafns Vestmannaeyja auglýsir eftir safnstjóra í fulla stöðu (100%). Helstu verkefni safnstjóra eru tvíþætt: Annars vegar mun safnstjóri annast rekstur safnsins, uppsetningu sýninga og umsjón með völdum samstarfsverkefnum. Hins vegar er safnstjóra ætlað að leiða endurskipulagningu safnsins í samstarfi við stjórn og sérfræðinga á því sviði.

Deildu

Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi sem nýtist í starfi og búa yfir góðri tölvu- og tungumálakunnáttu. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu á sviði reksturs og safnamála, erlendra samstarfsverkefna og af gerð styrkumsókna.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Umsóknum með upplýsingum um menntun og starfsreynslu sendist til Safnahúss Vestmannaeyja, b.t. Kára Bjarnasonar, Kirkjuvegi 52, 900 Vestmannaeyjum eigi síðar en 28. apríl 2009.

Allar nánari upplýsingar um starfið veitir stjórn safnsins: Kári Bjarnason 8929286; Kristín Jóhannsdóttir 8466497 og Sigurður Vilhelmsson 8939402.