Fara í efni
05.02.2009 Fréttir

Dagur leikskólans 6. febrúar 2009 - Leikskólinn minn

Föstudaginn 6.febrúar 2009 er „Dagur leikskólans" haldinn hátíðlegur um allt land öðru sinni.
Dagur leikskólans var haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins í fyrsta skipti þann 6. febrúar á síðasta ári, en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Félag leikskólakennara í samstarfi við menntamálaráðuneyti, Samband íslenskra sveitarfélaga og Heimili og skóli hrundu verkefninu af stað. Haldið verður upp á daginn árlega og með því stuðlað að jákvæðri umræðu um leikskólastarf og kynningu þess út á við

Deildu

Þennan dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Frá þeim tíma hefur átt sér stað markviss umræða um gildi leikskólans í íslensku samfélagi. Markmið dags leikskólans er að gera þegna þjóðfélagsins betur meðvitaða um þýðingu leikskóla fyrir börn. Að skapa jákvæða ímynd um leikskólakennslu og auka áhuga fólks á starfinu. Að beina athygli þjóðarinnar að stöðu leikskólans, gildi hans fyrir menningu og þjóðarauð.
Dagur leikskólans tókst í mjög vel í fyrra. Leikskólar höfðu frjálsar hendur um skipulag og dagskrá og voru útfærslur afar fjölbreytilegar. Sem dæmi má nefna veggspjald með myndum af börnum og upplýsingum um hvernig þau læra í leikskólanum var gefið út í einu sveitarfélagi, gerðir voru upplýsingabæklingar í leikskólum, foreldrum boðið í kaffi og haldnar listasýningar. Menntamálaráðuneytið gaf út bæklinginn „Dagur leikskólans" í samvinnu við samstarfsaðilana og er hann aðgengilegur á rafrænu formi á netslóðinni http://bella.mrn.stjr.is/utgafur/dagur_leikskolans.pdf
Yfirskrift dagsins hjá leikskólabörnum Vestmannaeyja er "Leikskólinn minn" og munu börnin túlka það í myndverkum sem verða til sýnis í anddyri Safnahúss frá og með 6.febrúar. Sýningin stendur yfir vikuna 6.-13 febrúar og e.t.v. eitthvað lengur.
Fjölskyldu- og fræðslusvið hvetur bæjarbúa til að kynna sér starfssemi leikskólanna, en hana má kynna sér m.a. á heimasíðum skólanna.
Kirkjugerði er með heimasíðuna  http://www.leikskolinn.is/kirkjugerdi/
Sóli er með heimasíðuna  http://www.leikskolinn.is/soli/

Vestmannaeyjum 5.febrúar 2009
Guðrún Helga Bjarnadóttir
leikskólafulltrúi