Fara í efni
16.02.2009 Fréttir

Viðurkenningar fyrir Eldvarnagetraunina

LSS efndi til árlegs Eldvarnaátaks í nóvember 2008 í samstarfi við TM, Brunamálastofnun, slökkviliðin, 112 og fleiri aðila.Öll átta ára börn hér í Eyjum komu á slökkvistöðina og voru frædd um eldvarnir og öryggismál og þeim síðan gefinn kostur á að taka þátt í Eldvarnagetrauninni 2008.
Deildu
Góð þátttaka var í Eldvarnagetrauninni, sem einnig birtist í barnablaði Morgunblaðsins. Nöfn 33 barna víðs vegar af landinu hafa verið dregin úr innsendum lausnum. Eitt barnanna var héðan úr Eyjum. Gísli Snær Guðmundsson hann mætti ásamt litla bróður sínum Nökkva á slökkvistöðina til að taka við viðurkenningu og verðlaunum.
Við í slökkviliði Vestmannaeyja viljum þakka öllum 8 ára börnum í Eyjum fyrir veitta aðstoð í eldvörnum á heimilum.