Fara í efni
16.03.2009 Fréttir

Foreldrakönnun fjölskyldu- og fræðslusviðs 2009.

Um þessar mundir fer fram könnun á þjónustu dagforeldra í Vestmannaeyjum á vegum Fjölskyldu- og fræðslusviðs.
Deildu
Skv. reglugerð nr. 207/2005 um daggæslu barna í heimahúsum segir m.a. í 35. gr. sem fjallar um eftirlitshlutverk sveitarfélaga: 3. Upplýsingar frá foreldri barns einu sinni á ári um viðhorf þeirra til daggæslunnar. Auk reglubundins eftirlits skal eftirlit vera tilfallandi þegar aðstæður krefjast, svo sem vegna eftirfylgni eða kvartana. Að þessu sinni er könnunin frekar ítarleg eða 24 spurningar. Rúmlega 40 foreldrar hafa fengið senda spurningarlista og hafa svörin verið að koma í hús. Ákveðið hefur verið að framlengja skilafrest til 20. mars, en skilafrestur var 16. mars 2009. Stefnt er að því að fá yfir 90% svörun í ár. Því meiri svörun, því betri þjónustu er hægt að veita. Guðrún Helga Bjarnadóttir Leikskóla- og daggæslufulltrúi