Fara í efni
12.02.2009 Fréttir

112 dagurinn

112 dagurinn var haldinn miðvikudaginn 11 febrúar, og af því tilefni fóru viðbragðsaðilar í Vestmannaeyjum  slökkviliðið, lögreglan, sjúkrabíll og Björgunarfélagið í hópkeyrslu um bæinn með sérstakri viðkomu á leikskólunum.
Deildu
Þar fengu krakkarnir að kynna sér bifreiðarnar og tækjakostinn í bak og fyrir og ljós og sírenur voru þeyttar við mikla hrifningu viðstaddra og gaman að sjá að áhuginn hjá yngstu kynslóðinni á starfi okkar er alltaf jafn mikill.