Fara í efni
29.04.2009 Fréttir

Sumarstörf fyrir 17 ára og eldri hjá Vestmannaeyjabæ.

Útivinnuflokkur við Þjónustumiðstöð.
Vestmannaeyjabær mun ráða hóp af starfsmönnum sem munu skipa útivinnuflokk við Þjónustumiðstöð. Ekki verður um að ræða hin hefðbundnu blóma- og sláttugengi heldur mun þessi útivinnuflokkur sinna þeim störfum sem til falla hverju sinni, gróðursetningu, slætti, umferðarmerkingum, malbikun, umhverfishreinsun og öðru því sem þörf er á. Reiknað er með að hópurinn hefji störf í kringum mánaðarmótin maí-júní.

Deildu

Flokkstjórar í Vinnuskóla.
Vestmannaeyjabær auglýsir eftir að ráða flokksstjóra í Vinnuskóla. Mun sú starfsemi verða með hefðbundnu sniði.

Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn.
Óskað er eftir starfsmönnum í upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn. Um er að ræða umsjón með upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn sem starfrækt verður í Vosbúð.

Eingöngu verður tekið við rafrænum umsóknum á slóðinni

http://www.vestmannaeyjar.is/sumarstarf/

Tengill er hér til hægri á síðunni