Þeir Símon Eðvarðsson og Magnús Sigurðsson, fulltrúar verktaka, lýstu yfir ánægju sinni með að koma að þessu verkefni sem allir Vestmannaeyjingar hafa beðið eftir í mörg ár og voru uppi vangaveltur hvor þeirra færi fyrstu ferðina í nýju rennibrautunum í vor. Framkvæmdir hefjast strax og á svæðið að verða tilbúið 15 maí nk.
Á myndinni eru:
Björgvin Björgvinsson verkefnisstjóri, Ólafur Þ Snorrason framkvæmdastjóri Umhverfis og Framkvæmdasviðs, Arnsteinn I Jóhannsson forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar, Símon Eðvarðsson framkvæmdastjóri Gröfuþjónustu Brinks ehf og Magnús Sigurðsson framkvæmdastjóri Steina og Olla ehf.