Fara í efni
08.01.2009 Fréttir

Skrifað undir samninga vegna útisvæðis

Þann 7 janúar sl. var skrifað undir verksamninga vegna framkvæmda við útisvæði sundlaugar. Jarðvinna er í höndum Gröfuþjónustu Brinks og um steypuvinnu sjá Steini og Olli ehf.

Deildu

Þeir Símon Eðvarðsson og Magnús Sigurðsson, fulltrúar verktaka, lýstu yfir ánægju sinni með að koma að þessu verkefni sem allir Vestmannaeyjingar hafa beðið eftir í mörg ár og voru uppi vangaveltur hvor þeirra færi fyrstu ferðina í nýju rennibrautunum í vor. Framkvæmdir hefjast strax og á svæðið að verða tilbúið 15 maí nk.

Á myndinni eru:
Björgvin Björgvinsson verkefnisstjóri, Ólafur Þ Snorrason framkvæmdastjóri Umhverfis og Framkvæmdasviðs, Arnsteinn I Jóhannsson forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar, Símon Eðvarðsson framkvæmdastjóri Gröfuþjónustu Brinks ehf og Magnús Sigurðsson framkvæmdastjóri Steina og Olla ehf.