Á hjúkrunar- og dvalarheimilið Hraunbúðir í Vestmannaeyjum vantar 100 % stöðugildi hjúkrunarfræðings og einnig vantar í sumarafleysingar við hjúkrun. Á Hraunbúðum eru 28 hjúkrunarrými, 8 dvalarrými og 1 skammtímarými auk annarrar þjónustu við eldri borgara. Nánari upplýsingar um heimilið má sjá inn á www.hraunbudir.is
Sigurgeir Jónasson ljósmyndari verður með sýningu á yfir 200 rúllandi ljósmyndum á stóru tjaldi í Viskusalnum á jarðhæð Strandvegs 50 mánudaginn 28. mars nk. - öðrum í Páskum kl. 15.00.
Vestmannaeyjabær auglýsir eftir starfsmanni í 50% stöðu við þjónustuver Ráðhússins. Æskilegt að viðkomandi hafi reynslu af almennum skrifstofustörfum. Viðkomandi þarf að hafa góða og lipra þjónustulund sem og færni í mannlegum samskiptum.
Óskað er eftir sumarstarfsmönnum í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Nokkur störf fyrir bæði karl- og kvenmenn þar sem starfshlutfall er á bilinu 50%-100%.
Álagningarseðlar vegna fasteignagjalda fyrir árið 2016 eru einungis sendir til eldri borgara 67 ára og eldri og fyrirtækja, aðrir fá álagningaseðilinn birtan rafrænt á island.is á næstu dögum.
Laust er til umsóknar 100 % stöðugildi hjúkrunarfræðings á hjúkrunar- og dvalarheimilið Hraunbúðir í Vestmannaeyjum sem skipta má upp í tvær stöður. Á Hraunbúðum eru 28 hjúkrunarrými, 8 dvalarrými og 1 skammtímarými auk annarrar þjónustu við eldri borgara. Nánari upplýsingar um heimilið má sjá inn á www.hraunbudir.is.
Um er að ræða daglegar ræstingar á rúmlega 2.300 fermetrum . Ræsting á sér stað milli kl. 08:00 til 14:00 alla daga ársins. Ræsting svæða samkvæmt ræstiáætlun. Á rauðum dögum er unnið í samræmi við helgarræstingu.
Í dag fimmtudaginn 3. desember kl. 12.00-13.00 munu Listvinir Safnahúss efna til afmælisdagskrár í Einarsstofu um Þórð Ben. Sveinsson í tilefni af 70 ára afmæli listamannsins.
Ljós verða kveikt á jólatrénu á Stakkagerðistúni fimmtudaginn 26.nóvember kl. 17.30. Tréið er í ár gjöf frá hjónunum Erni Ólafssyni og Hrefnu Hilmisdóttur og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.