Foreldrar geta skráð börn sín í eina viku, tvær vikur eða allt tímabilið, sem er þrjár vikur og þurfa að gera það fyrir 25. maí n.k. Kostnaður fyrir vistunina eru 4.500 krónur fyrir hvert tímabil eða 13.500 krónur fyrir allt tímabilið. Athugið að vistgjöld eru innheimt fyrirfram.
Umsóknareyðublöð um vistun í sumarfrístund er hægt að nálgast hjá Bryndísi Jóhannesdóttur umsjónarmanni frístundaversins í Þórsheimilinu eða í þjónustuveri Ráðhússins og skal skila þangað Bryndís gefur einnig nánari upplýsingar í síma 841-7373. Athugið að dagsetning umsóknar gildir ef fjöldi umsókna er meiri en sumarfrístund getur annað.
f.h. Vestmannaeyjabæjar
Erna Jóhannesdóttir fræðslufulltrúi
fjölskyldu og fræðslusviði Vestmannaeyja