Fara í efni
13.04.2016 Fréttir

Auglýsing um skipulagsmál frá Umhverfis-og skipulagsráði

Deildu
Lýsing skipulagáætlana: nýtt deiliskipulag á athafnavæði A-2, við Sprönguna.
 
Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 31 mars sl. að kynna Lýsingu deiliskipulags í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010. í gögnum koma fram áherslur, upplýsingar um forsendur, umhverfismat, fyrirliggjandi stefnu aðalskipulags og fyrirhugað skipulagsferli.
 
Afmörkun skipulagssvæðis er sem hér segir: Skipulagið mun ná yfir lóðir á athafnasvæði vestan við Hlíðarveg og Strandveg og næsta nágrenni upp af lóðunum í átt að Hánni og nálægu opnu svæði.
 
Gögn liggja frammi hjá umhverfis- og framkvæmdasviði að Skildingavegi 5 og á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar,  www.vestmannaeyjar.is
 
Ábendingum er hægt að koma á framfæri skriflega til umhverfis-og framkvæmdasviðs Skildingavegi 5 eða á bygg@vestmannaeyjar.is  innan þriggja vikna frá auglýsingu þessari.
 
Nánari upplýsingar gefur Skipulags- og byggingarfulltrúi á skrifstofu sinni að Skildingavegi 5.
 
  
Skipulagsfulltrúi