Fara í efni
26.05.2016 Fréttir

Samræmt skóladagatala 2016 - 2017

Á 286. fundi fræðsluráðs var samþykkt samræmt skóladagatal skólaársins 2016 - 2017. 
 
Hægt er að skoða skóladagatalið 2016 - 2017 hér
 
Deildu
Áætlað er að sumarlokun leikskólanna sumarið 2017 verði frá 17. júlí til og með 15. ágúst. Áætlað er að gæsluvöllurinn Strönd verði opinn þann tíma sem sumarlokun leikskóla stendur yfir.

Jafnframt er gert ráð fyrir að leikskólar verði lokaðir vegna kjarasamningsbundinna starfsdaga 27. og 30. desember 2016. 12. og 21. apríl 2017 og 26. maí 2017 . Ekki er gert ráð fyrir að lokað verði hluta úr degi vegna samstarfs í leikskólanum Kirkjugerði/Víkinni eins og tíðkast hefur.

Kennarar GRV hefja störf 15. ágúst eftir sumarorlof 2016. Skólasetning GRV verður mánudaginn 22. ágúst 2016. Vetrarfrí verður frá 19. október 2016 til 21. október 2016 og starfsdagur 24. október 2016. Jólafrí verður dagana 21. desember 2016 til 2. janúar 2017. Starfsdagur 3. janúar 2017. Páskafrí verður frá 10. apríl 2017 til og með 17. apríl 2017. Jafnframt verður grunnskólinn lokaður vegna kjarasamningsbundinna starfsdaga 19. janúar, 21. apríl og 1. júní 2017. Skólaslit í GRV verða 2. júní 2016. Starfsdagar 6.-8. júní 2017. Gert er ráð fyrir að frístund verði opin allan daginn á starfsdögum GRV.