Ísfélagið og Vinnslustöðin hafa staðið saman að því að kaupa myndir Sigmunds sem hann teiknaði á árunum 2004-2008. Verða þær afhentar Vestmannaeyjabæ á hátíðinni og mun Elliði Vignisson veita safninu viðtöku.
Þá verða um 150 rúllandi myndir úr skopmyndasafni Sigmunds, Ljósmyndasafni Sigurgeirs og úr fórum fjölskyldunnar sýndar á tjaldi.
Helga og Arnór sjá um tónlistina af sinni alkunnu snillid
Dagskráin hefst kl. 20 að kvöldi föstudagsins 22. apríl og stendur í um 90 mínútur.