Safnahelgin 2015
Fimmtudagur 5. nóv.:
Kl. 14.00-16.00 Forspil ljósmynda í Ingólfsstofu í Safnahúsi. Kynning á nýjum vef Ljósmyndasafns Vestmannaeyja.
Fimmtudagur 5. nóv.:
Kl. 14.00-16.00 Forspil ljósmynda í Ingólfsstofu í Safnahúsi. Kynning á nýjum vef Ljósmyndasafns Vestmannaeyja.
Í samræmi við aukna áherslu Vestmannaeyjabæjar á íbúalýðræði og aðgengi bæjarbúa að sjálfsögðum áhrifum hefur nú á ný verið opnað fyrir ábendingar og styrkumsóknir er lúta að fjárhagsáætlunum.
Markmiðið er að skólarnir í sveitarfélaginu verði meðal þeirra fremstu á landinu hvað varðar vellíðan nemenda, faglegt starf, kennslu og námsárangur. Nemendur skólanna munu fá skjal afhent, þar sem helstu áhersluatriði framtíðarsýnarinnar eru tíunduð. Þeir, ásamt forráðamönnum, eru beðnir að skrifa undir skjalið og hengja það upp á heimilum sínum til að staðfesta að þeir styðji framtíðarsýnina og vilji leggja sitt af mörkum til að hún gangi eftir. Bæjarbúar allir eru hvattir til að styðja við skólana með ráðum og dáð með jákvæðri og hvetjandi umfjöllun.
Allir þeir, sem komu að gerð framtíðarsýnarinnar og lögðu til málanna, fá miklar þakkir fyrir áhugann sem þeir sýndu og vinnuna sem þeir lögðu fram. Óskin er sú að þessi vinna skili börnum og ungmennum í Vestmannaeyjum auknum árangri, metnaði, og færni til framtíðar.
Erna Jóhannesdóttir
fræðslufulltrúi
Fjölmargar listasýningar, fjölbreytt barnadagskrá og hefðbundið fjör á Skipasandi eru fastir liðir. Þá verður skemmtilegt að sjá lífið sem Sirkus Íslands mun koma með í bæinn, en um 30 sirkuslistamenn ferðast með sirkusnum en sýni...ngar þeirra verða í sirkustjaldi á Malarvellinum.
Laugardaginn 16. maí nk. frá kl 10.00 til kl. 12.00 verður hinn árlegi hreinsunardagur haldinn á Heimaey. Félagasamtök í Vestmannaeyjum hafa í gegnum tíðina tekið þátt í þessu verkefni og hefur þetta gengið mjög vel. Fyrirkomulagið verður það sama og venjulega. Félagasamtökum er úthlutað svæðum sem þau síðan hreinsa.
