Fara í efni

Fréttir

03.11.2015

Safnahelgin 2015

Fimmtudagur 5. nóv.:

Kl. 14.00-16.00 Forspil ljósmynda í Ingólfsstofu í Safnahúsi. Kynning á nýjum vef Ljósmyndasafns Vestmannaeyja.

Fréttir
27.10.2015

Aðalskipulag í vinnslu

Fréttir
22.10.2015

Vestmannaeyjar- viltu hafa áhrif?

Viljum minna á að í dag, fimmtudaginn 22.október er síðasti dagurinn til að skila inn erindum varðandi fjárhagsáætlun ársins 2016.
Fréttir
07.10.2015

Vestmannaeyjabær- þar sem hjartað slær

Í samræmi við aukna áherslu Vestmannaeyjabæjar á íbúalýðræði og aðgengi bæjarbúa að sjálfsögðum áhrifum hefur nú á ný verið opnað fyrir ábendingar og styrkumsóknir er lúta að fjárhagsáætlunum.

 

Fréttir
30.09.2015

Síðasti vinnudagur Áka Heinz

Í dag, 30. september 2015, er síðasti vinnudagur Áka Heinz Haraldssonar í Ráðhúsinu. Áki hefur starfað í Ráðhúsinu öðrum lengur, hvorki meira né minna en í 42 ár. Sjálfur segir Áki að hann hafi valið daginn í dag sem síðasta vinnudag á vinnumarkaði þar sem faðir hans hefði orðið 104 ára í dag og því væri auðvelt fyrir hann að muna hvenær hann lét af störfum.
 
 
Fréttir
22.09.2015

Þjóðarsáttmáli um læsi

Í gær var skrifað var undir Þjóðarsáttmála um læsi, var athöfnin haldin í Eldheimum. Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra, Elliði Vignisson bæjarstjóri og Sigrún Alda Ómarsdóttir fyrir hönd Heimilis og skóla skrifuðu undir sáttmálann.

Fréttir
26.08.2015

Framtíðarsýn og áherslur á læsi og stærðfræði í skólastarfi Vestmannaeyjabæjar.

Þann 25. ágúst sl. undirrituðu stjórnendur  leik- og grunnskólanna, bæjarstjóri og formaður fræðsluráðs sameiginlega  framtíðarsýn í menntamálum  sem felur í sér  að leggja beri áherslu  á að efla  læsi og stærðfræði í skólastarfi Vestmannaeyjabæjar.  Áhersla er m.a. lögð á  að styrkja og efla samstarf  starfsmanna skólanna og  forráðamanna því  þar býr aflið sem  getur skapað  nemendum öruggt og styðjandi umhverfi til náms og  stuðlað að árangri  þeirra og vellíðan.   
 

Markmiðið er  að skólarnir í sveitarfélaginu verði meðal þeirra fremstu á landinu hvað varðar vellíðan nemenda, faglegt starf, kennslu og námsárangur. Nemendur  skólanna munu fá  skjal afhent,  þar sem  helstu áhersluatriði  framtíðarsýnarinnar eru tíunduð.  Þeir,  ásamt forráðamönnum, eru beðnir að skrifa undir skjalið og hengja það upp á heimilum sínum til  að staðfesta að þeir styðji framtíðarsýnina og vilji leggja sitt af mörkum til að  hún gangi eftir.   Bæjarbúar allir eru hvattir til að styðja við skólana með ráðum og dáð með jákvæðri og hvetjandi umfjöllun.  

 

Allir þeir, sem komu að gerð framtíðarsýnarinnar og lögðu til málanna, fá miklar þakkir fyrir áhugann sem þeir sýndu og  vinnuna sem þeir lögðu fram.   Óskin er sú að  þessi vinna  skili  börnum og ungmennum í Vestmannaeyjum  auknum  árangri, metnaði, og færni til framtíðar.

 

Erna Jóhannesdóttir

fræðslufulltrúi

 
Fréttir
17.07.2015

Vinningshafar í goslokabingó 2015.

Hægt er að vitja vinninganna í Ráðhúsinu.
Fréttir
08.07.2015

Vesturfarar - saga og sögur

 Föstudaginn 10. júlí kl. 14.00
Fréttir
25.06.2015

Sálfræðingur óskast - afleysing

Vestmannaeyjabær auglýsir eftir sálfræðingi til starfa hjá fjölskyldu- og fræðslusviði Vestmannaeyjabæjar. Um er að ræða afleysingu í eitt ár frá og með 1. september 2015. Starfið er á sviði skóla- og félagsþjónustu. 

Fréttir
10.06.2015

Goslokahátíð 2015

 Vinna við goslokahátíð Vestmannaeyja, sem haldin er 2.-5.júlí, er nú langt á veg komin og dagskráin farin að taka á sig mynd. Hátíðin verður fjölbreytt og skemmtileg, eins og ávallt, og eitthvað í boði fyrir alla.

Fjölmargar listasýningar, fjölbreytt barnadagskrá og hefðbundið fjör á Skipasandi eru fastir liðir. Þá verður skemmtilegt að sjá lífið sem Sirkus Íslands mun koma með í bæinn, en um 30 sirkuslistamenn ferðast með sirkusnum en sýni...ngar þeirra verða í sirkustjaldi á Malarvellinum. 

Fréttir
05.06.2015

Sjómannadagur 2015

Fimmtudagur 4. júní
Kl. 22.00 Árni Johnsen og félagar í Akóges, margir góðir gestir, Pálmi Gunn, Maggi Eiríks ásamt Þeim sem detta inn um dyrnar. Hljóðfæri á staðnum.
Fréttir
29.05.2015

App um Eyjar

Nýtt snjallsímaforrit um sveitarfélagið og þá þjónustu sem það hefur upp á að bjóða er væntanlegt. Verkið er á lokastigum undirbúnings og nú stendur yfir allsherjar skráning á fyrirtækjum og þjónustu. Appið er hugsað bæði fyrir ferðamenn og heimamenn sem leiðsögumaður í vasa.

Fréttir
27.05.2015

Vindurinn sækir í sig veðrið

Fimmtudaginn 28. maí í Sagnheimum, byggðasafni kl. 12.00.

Fréttir
26.05.2015

Útboð nr. 1007-3-01 Ægisgata 2

Vestmannaeyjabær óskar eftir tilboðum í verkið: Ægisgata 2, Vestmannaeyjum utanhússfrágangur.
Fréttir
19.05.2015

Garðsláttur fyrir eftirlaunaþega og öryrkja

Vestmannaeyjabær niðurgreiðir garðslátt fyrir þá eftirlaunaþega og öryrkja sem ekki geta sinn garðslætti sjálfir. Alla jafna er boðið upp á slíka þjónustu þar sem allir fullorðnir heimilismenn eru lífeyrisþegar en annars ekki. Réttur til þjónustunnar miðast við garða þeirra húsa þar sem umsækjandi hefur fasta búsetu. Lóðir við fjöleignahús tilheyra ekki þessari þjónustu nema að allir íbúar þess séu lífeyrisþegar og falla undir ofangreindar forsendur.
 
Fréttir
11.05.2015

Hreinsunardagur

Laugardaginn 16. maí nk. frá kl 10.00 til kl. 12.00 verður hinn árlegi hreinsunardagur haldinn á Heimaey. Félagasamtök í Vestmannaeyjum hafa í gegnum tíðina tekið þátt í þessu verkefni og hefur þetta gengið mjög vel. Fyrirkomulagið verður það sama og venjulega. Félagasamtökum er úthlutað svæðum sem þau síðan hreinsa.

 
Fréttir
21.04.2015

Sumardagurinn fyrsti

 Dagskrá:
Fréttir
07.04.2015

Endurvinnslan í Heimaey

Ný aðstaða fyrir Endurvinnsluna hf. hefur verið opnuð í Kertaverksmiðjunni Heimaey. Móttakan er lagermegin. Opið er þriðjudag til föstudags frá kl. 10 – 12 og 13 – 15. Breyting er með fyrirkomulag á greiðslu skilagjalds að í stað þess að greiða út með peningum er lagt inn á reikning viðkomandi. Gefa þarf því upp kennitölu og reikningsnúmer til að leggja inn á. Ál er viktað en plast og gler talið. Von er á talningarvél þannig að þegar hún verður tekin í notkun er ekki þörf fyrir viðskiptavini að telja sjálfir heldur verður talið fyrir þá. Vonandi leiðir það til þess að viðskiptavinir komi oftar en með minna magn í einu og álagið á Endurvinnsluna dreifist jafnar.
Fréttir
16.03.2015

Starfslaun bæjarlistamanns 2015

Bæjarráð Vestmannaeyjabæjar auglýsir eftir umsóknum og tillögum um bæjarlistamann Vestmannaeyja fyrir árið 2015. Samkvæmt úthlutunarreglum frá 24. nóvember 2011.
 
 
 
 
Fréttir
15.03.2015

Sumarstörf 2015

 Búið er að opna fyrir umsóknir um sumarstörf hjá Vestmannaeyjabæ, en Vestmannaeyjabær leitar að duglegu og framtakssömu ungu fólki í hin ýmsu sumarstörf. 
Fréttir
13.03.2015

Frístundaverið skólaárið 2015 - 2016

Búið er að opna fyrir umsóknir um vistun í frístundaveri í Þórsheimilinu, sem verður starfrækt  eftir hádegi virka daga skólaársins 2015 - 2016. 
Fréttir
06.03.2015

Atvinnuauglýsing

Hamar  hæfingarstöð auglýsir eftir iðjuþjálfa, þroskaþjálfa eða öðrum með háskólamenntun á sviði mennta-, félags- eða heilbrigðisvísinda sem nýtist í starfi. Starfshlutfallið er 80%.

Fréttir