Barnaverndarnefnd Vestmannaeyja óskar eftir einstaklingi eða fjölskyldu sem er tilbúin að taka að sér ungling í tímabundið fóstur í 2-3 mánuði. Viðkomandi þurfa að hafa hreint sakavottorð og geta skilað læknisvottorði þar sem fram kemur að ekkert sé því til fyrirstöðu að viðkomandi taki að sér verkefnið.
Góð laun í boði og öflugur stuðningur frá fagfólki. Krefjandi en áhugavert og gefandi verkefni.
Áhugasamir hafi samband við Guðrúnu Jónsdóttur yfirfélagsráðgjafa í síma 488 2000 eða gudrun@vestmannaeyjar.is