Fara í efni
18.11.2015 Fréttir

Ljósin tendruð á Stakkó

Ljós verða kveikt á jólatrénu á Stakkagerðistúni fimmtudaginn 26.nóvember kl. 17.30. Tréið er í ár gjöf frá hjónunum Erni Ólafssyni og Hrefnu Hilmisdóttur og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. 
Deildu
Hildur Sólveig Sigurðardóttir forseti bæjarstjórnar mun flytja ávarp, prestur Landakirkju mun flytja hugvekju, Lúðrasveitin mun spila jólalög og leikfélagið og jólasveinar gleðja börnin. Opið er í verslunum til 22.00 þannig að það er tilvalið að gera sér glaðan dag í miðbænum þennan fimmtudag.