26.05.2016
Á 281. fundi fræðsluráðs Vestmannaeyja þann 17. desember 2015 samþykkti ráðið að leita til óháðra aðila til að framkvæma faglega úttekt á starfi GRV með höfuðáherslu á að greina ástæður þess að nemendur í GRV mælast að jafnaði undir landsmeðaltali í samræmdum mælingum. Miðað var við að slík úttekt fari fram í ársbyrjun 2016 og að niðurstöður liggi fyrir eigi síðar en undir lok vorannar 2016. Skólaskrifstofu var falin framkvæmd málsins.
Leitað var tilboða til þriggja ráðgjafafyrirtækja um úttekt og eftir að hafa yfirfarið tilboðin samþykkti fræðsluráð að ganga til samninga við fyrirtækið Ráðrík ehf.
Lykilspurningin var sem fyrr; "Að greina ástæður þess að nemendur í GRV mælist að jafnaði undir landsmeðaltali í samræmdum mælingum"